Blik - 01.04.1959, Page 105
B L I K
103
Brimurð og Vík. Þessir 5 menn
héldu sem leið liggur suður
Klaufargötu, sem er sjávargata
frá Ofanbyggjarabæjum, suður
í Klauf, en þar var útræði Ofan-
byggjaramanna um aldir, sum-
ar, vor og haust, stugguðu þeir
því fé til beggja handa, er á
leið þeirra varð út að Breiða-
bakka, en þar skiptu þeir sér,
gengu sumir hann suður en hin-
ir með sjónum.
Dalir, tvær jarðir, söfnuðu
Dalaheiðina vestur að Ofanleit-
istúngörðum, þaðan suður og að
Ömpustekkjum og út í Kinn.
Stóra-Gerði, ein jörð, safn-
aði suður og vestur frá sínum
túngörðum, vestur og ofan
við Sængurkonustein, vestur
Strembu og Agðahraunið, niður
með Ofanbyggjaravegi að aust-
an, niður að kirkju og þaðan
vestur að Brimhólum í Sand-
skörð. Þar var beðið eftir Utan-
eða Innansafninu.
Bjarnareyjarjarðir, 8 að tölu,
en þær eru Ofanleiti með 4 jarð-
ir, Gvendarhús, Svaðkot (heit-
ir nú Suðurgarður), Draum-
bær og Brekkuhús.* Þessir átta
menn söfnuðu Hraunið eins og
það var kallað í einu orði. Fóru
þeir suður vestan Klaufargötu,
út að Töglum, vestur Hafursdal
* Stundum voru þessi býli kölluð
Kotin. Munu þær fjórar jarðir
fyrr hafa verið hjáleigur frá
prestssetrinu Ofanleiti og nafn-
giftin þar frá komin.
og söfnuðu með jöfnu millibili
niður Ofanleitishamars-brúnina
og austur að Ofanbyggjaravegi,
niður hjá Hvíld og Illugaskipi,
vestan Brimhóla og áttu að bíða
eftir Dalfjallssafninu á Torf-
mýri.
Allar Vilborgarstaðajarðir,
átta að tölu, söfnuðu Dalfjallið
ásamt Hæltónum, Tíkartónum,
Ufsabergi og Herjólfsdal.
Ólafshús, Nýibær og Stakka-
gerði, sem er tvær jarðir, söfn-
uðu Eggjamar, Vatnshella,
Hána og Köldukinn. Alltaf var
beðið með að reka féð niður af
Hánni, þar til Fjallsafnið kom
að innan, og þá rekið með því
inn á Eiði.
Vesturhús (vestri) safnaði
vestur frá sínum túngörðum og
Nýjabæjar, Vesturhúsa- og
Nýjabæjarheiði, Hvítinga sunn-
an Stakkagerðis, upp að kirkju
og þaðan vestur með Herjólfs-
dalsgötu að neðan og inn í Sand-
skörð. Eystri Vesturhús söfn-
uðu heiðina norðan Vilborgar-
staðatúngarða, Akurinn austan
Gjábakkatúngarða, þaðan vest-
ur heiðina Mangalönd, sunnan
við tómthúsin Lönd,* um Kokk-
* Sú heiði var afgirt, sléttuð öll og
gerð að túni um og eftir síðustu
aldamót af Vilborgarstaðabænd-
um, er bættu með því túneign
sína. Þessi viðbótartún voru köll-
uð útsetur og helzt það orð enn
hjá sumu fólki. Allar jarðabætur
voru unnar hér með handverk-
færum þ. e. sléttuspaða og skóflu,