Blik - 01.04.1959, Qupperneq 106
104
B L I K
húslág, sunnan Batavíu og suð-
ur fyrir Boston, sem nú heitir
Dalbær, norðan Stakkagerðis-
túngarða og upp Uppsalaheiði,
inn í Sandskörð, og skyldi biðið
þar ásamt Gerðis- og Vestur-
húsa-manni eftir Utansafninu.
Niðurgirðingin, eins og það
var kallað, en það eru 4 jarðir,
og lágu tún þeirra saman innan
eins túngarðs: Gjábakki, tvær
jarðir, Miðhús og Kornhóll
(Garður). Þessar jarðir söfnuðu
Stóraklif ásamt Mánaðarskoru,
sem er austan í því miðju, og
sótti fé oft þar niður. Einnig
söfnuðu þær Hlíðarbrekkur og
Skansabrekkur (vestur með
Skönsum, sem kallað var). Þá
bar þeim og að safna f jörurnar
vestur og skilja það fé eftir á
Póstflötunum. Fjörurnar voru:
Hafnareyri, Bratti, Sjóbúðar-
klappir, Básaskerseyri og Skild-
ingafjara.
Þegar komið var með fjár-
söfnin inn á Eiði, var féð rekið
upp í brekkuna vestan og neðan
við Neðrikleifar, þar sem upp-
gangan byrjar á Heimaklett.
Þarna var fénu haldið meðan
þeir, sem söfnuðu, köstuðumæð-
inni og drukku kaffið. Frá því
að ég man eftir, var því fólki,
sem safnaði, fært kaffi á blikk-
brúsum, sem munu hafa tekið
nær hálfan lítra, og bita með en
þar til vélarnar tóku við, fyrir
svo sem 30 árum.
ekki veit ég, hvað þessi siður
var gamall.
Ávallt vakti það mikla til-
hlökkun hjá börnum og ungling-
um og jafnvel fullorðnu fólki
líka, þegar það fréttist að safna
ætti, því að oftast fréttist
eitthvað um það áður en kallað
var.
Fram til ársins 1910, að fólki
fór að fjölga hér að verulegu
leyti, mátti segja, að flest allir
Eyjabúar færu í réttirnar.
Mörgum börnunum urðu fyrstu
réttarferðir þeirra ógleymanleg-
ar.
Margar Úteyjasameignimar
áttu sér báta til fjárflutninga
og rúningsferða t. d. Elliðaeyj-
arsameignin skipið „Svan“,
Bjarnareyjarskipið „Þökk“ og
Álseyjar-„Marbjörgu“, en það
skip var alltaf kallað „Álseyjar-
Björg“.
Margir eldri Vestmannaeying-
ar fóru sína fyrstu sjóferð á
þessum bátum yfir Botninn, þ. e.
innri höfnina, með mæðrum sín-
um, sem fegnar urðu að fá far
til að stytta sér leið í réttimar
og létta þeim barnabyrðina. En
ekki reyndist stór karlinn þeirra
allra, er hann þarna í fyrsta
sinni sat á sævartrjám enda
aldurinn ekki alltaf hár, þótt
seinna yrðu þeir fræknir sjó-
garpar. Einn af þeim snáðum
var Stefán Guðlaugsson í Gerði,
þá um f jögra ára gamall. Móðir
hans fékk far með hann yfir