Blik - 01.04.1959, Síða 107
B L I K
105
Botninn með Bjamareyjarbátn-
um. Meðal manna á bátnum var
séra Oddgeir Guðmundsen. Þeg-
ar Stefán orgaði sem hæst, varð
presti að orði: „Þú ætlar ekki að
verða annar eins sjómaður og
hann afi þinn“ (þ. e. Jón í
Prestshúsum). En ekki var
prestur sannspár, því að Stefán
átti eftir að stunda hér sjóinn
af miklu kappi og forsjá í rúma
hálfa öld við mikinn og góðan
orðstír, svo sem allir Eyjabúar
vita.
I réttunum voru samankomn-
ar flestar jarðabændakonur
Eyjanna. Heilsuðust þær marg-
ar innilega að gömlum sið og
venju með kossum og fyrirbæn-
um. Enn er mér í minni, hve
margar þessar konur voru vel
og snyrtilega klæddar. Læt ég
lýsingu af klæðnaði þeirra
fylgja hér með, eftir því sem ég
man hann bezt. Flestar voru þær
líkt klæddar.
Það er þá fyrst að telja: Hvít-
bryddaðir sauðskinnsskór, græn-
ir að lit af blásteinsvatninu, sem
skinnin voru lituð úr, svartir
smábandssokkar, svart og skó-
sítt pils (stakkpils), stórköflótt
mittissvunta, aðskorin treyja
með þröngum ermum, ein-
hneppt og þétthneppt að
framan upp í hálsmál. Efnið 1
þessum treyjum var útlent sirs
oftast smádropótt eða teinótt.
Þær voru kallaðar dagtreyjur
og klæddu konur mjög vel.
Treyjur þessar voru dagleg í-
gangsflík hjá konum hér, þar
til hversdagskjólar voru upp
teknir um og eftir 1910.
í réttunum voru f lestar konur
með fallegar þríhyrnur, þ. e.
herðahyrnur, sem hnýttar voru
með einum hnút á mjóbakinu.
Þær voru ýmist úr ullarbandi
eða útlendu ullargarni, ýmist
prjónaðar eða heklaðar, með
kögri og fallegum bekkjum og
röndum. Þessar hyrnur notuðu
konur hér yzt fata, þar til svo-
kallaðar „golftreyjur“, er flest-
ar konur nota nú til dags, komu
í tízku um eða eftir 1920.
Á höfðinu báru konur oftast
fallega dökka eða svarta,
þunna ullarklúta, er þær hnýttu
lauslega og létu þá vera aftantil
á höfðinu. Margar konur notuðu
einnig skotthúfur, þó að þær
hefðu klútana. Oftast höfðu þær
með sér strigasvuntu, sokka og
verri skó, og báru þær þetta á
milli í handarkrikanum, svo að
lítið bar á, en fóru í þegar
þær hjálpuðu í dilkunum við
rúning o. fl. Sumar eldri konur
höfðu þann sið að ganga báðar
leiðir prjónandi, er þær fóru í
réttirnar. Man ég eftir föður-
ömmu minni, Jórunni Skúladótt-
ur á Kirkjubæ, Kristínu Gísla-
dóttur á Búastöðum og Katrínu
Eyjólfsdóttur á Vesturhúsum,
svo að einhverjar séu nefndar af
mörgum, sem höfðu þennan sið.
Áður en hægt var að reka féð