Blik - 01.04.1959, Side 108
106
B L I K
inn í réttina, þurftu margir að
lagfæra dilka sína, hlaða þá upp,
ef hrunið höfðu, eða moka burtu
sandi, er safnazt hafði fyrir í
þeim í hvassviðrum. Þegar menn
höfðu lokið því, sem sjaldnast
tók langan tíma, kölluðu ráða-
menn safnsins upp og báðu
menn að sækja féð og sem flesta
að koma „í Vænginn". Að vera
,,í Vængnum“ var það kallað að
standa sem þéttast saman út
frá syðri réttardyra kampinum
og niður að sjó. Var þarna oft-
ast þétt staðið af fólki, ungu og
fullorðnu, því að þar sótti féð
mest á að sleppa, þegar það var
rekið inn í réttina.
Að norðanverðu hélt stórgrýt-
ið að fénu ,þegar rekið var inn
í réttina, og þurfti þar því fáa
til varnar. Þar var kallað, að
þeir „stæðu fyrir“ en ekki, að
þeir færu „í Væng“.
Ávallt var féð það margt, að
tvisvar varð að reka inn í rétt-
ina. Að haustinu, áður en lömb
voru tekin heim eða sett á úti-
gang í Úteyjar, varð að skipta
safninu sem allra jafnast til
helminga, svo að það kæmist
inn.
Réttin, þ. e. Almenningurinn
án dilka, mun hafa tekið 450 til
500 f jár og var þá troðfull.
Margir tómthúsmenn áttu fé
hér og nokkrir þeirra jafnvel
fleira en einstaka bændur sum
árin. Leigðu tómthúsmenn haga
af þeim á Heimalandinu og í Út-
Þulur
Stefán Árnason yfirlögregluþjónn,
hefur verið þulur Þjóðhátíðar Vest-
mannaeyja í 37 ár, eða síðan 1922.
Hann hefur þótt gera það með ágæt-
um, enda er Stefán góðum gáfum
gæddur á sviði leiklistar. Ef það
er satt, að hann hafi innt þetta starf
af hendi endurgjaldslaust öll þessi
eyjum gegn ákveðnu gjaldi.
Einnig nutu þeir velvildar vina
og vandamanna meðal bænda,
til að f á að draga fé sitt úr safn-
inu í dilka þeirra í réttinni.
E. G.