Blik - 01.04.1959, Qupperneq 111
B L I K
109
klettur Kristin Ástgeirsson frá
Litlabæ til þess að móta réttina,
gera af henni líkan úr smáum
steinvölum, fjörumöl. Þetta
gerði Kristinn eftir eigin minni
og að yfirsýn nokkurra aldraðra
Eyjabúa. Síðan gaf stjórn
Heimakletts Byggðarsafni Vest-
mannaeyja réttarlíkan þetta.
Þar er það geymt síðari kyn-
slóðum til fræðslu og augna-
yndis.
Hér birtir síðan Blik greinar-
gerð um notkun réttardilkanna.
Eyjólfur Gíslason á Bessastöð-
um hefur tekið saman þessa
greinargerð eftir eigin minni og
með yfirsýn glöggra, aldraðra
Eyjabúa, svo að öruggt sé, að
rétt sé greint. Réttin var nefnd
Almenningurinn á Eiðinu.
Dilka-sameign og -notkun
mun hafa verið dálítið breytileg,
og réði þar nokkru um vinátta
fólks og tengdir.
Þ. Þ. V.
DILKAR:
1. Ofanleiti, 4 jarðir.
2. Norðurgarður, 2 jarðir og
Vestra-Þórlaugargerði, 1 jörð.
3. Presthús, 2 jarðir (Hóll, Hlíðar-
hús) og 2 Vilborgarstaðajarðir
(Heiði og Vatnsdalur), 1 Kirkju-
bæjarjörð (Frydendalur).
4. Ólafshús og Nýibær, 2 jarðir.
5. Suðurgarður (Svaðkot), Steins-
staðir, Draumbær, 3 jarðir.
6. Vilborgarstaðir, 2 jarðir, Brekk-
hús, 1 jörð, Fögruvellir, tómthús
(Siggi Fúsason), Sveinsstaðir
(tómthús, Guðrún Runólfsd.).
7. Eystri-Vesturhús, 1 jörð, Tún, 1
jörð, Vilborgarstaðir, 1 jörð og
2 tómthús, Skel (Þorgerður
Gísladóttir), Eyjólfshús, (Kró)
(Eyjólfur og Kristín).
8. Búastaðir, 2 jarðir, Gvendarhús,
1 jörð, Grund, tómthús (Árni
Árnason). Seinna Hlíð (Jón
Jónsson).
9. Gjábakki, 2 jarðir, Miðhús, 1
jörð og Kornhóll (Garður) 1 jörð.
10. Dalir, 2 jarðir, Oddsstaðir, 2
jarðir.
11. Stóragerði, 1 jörð (2 búendur),
Eystra-Þórlaugargerði, 1 jörð.
12. Kirkjubæir, 5 jarðir.
13. Vestri-Vesturhús, 1 jörð, Eystri-
Löndj tómthús.
14. Stakkagerði, 2 jarðir og Landa-
kot, tómthús með ræktuðu túni
(Nýjatún).
Einn dilkur var aflagður stuttu
eftir síðustu aldamót. Hann stóð
austastur norðanmegin og mun hafa
fylgt Vilborgarstaðajörðum. Notað-
ur síðast af Gísla Engilbertssyni á
Tanganum o. fl.
Spaug
Dabbi við kellu sína: Nýtt
tungl að kvikna, segirðu; en
hvað skyldi blessaður skaparinn
annars gera við öll gömlu tungl-
in?
Hún: Harfn hefir víst nóg
skúmaskot fyrir þau.
®-------------
Prestur einn réði gamalli
konu til að nota neftóbak til
þeþs ’að halda sér vakandi í
kirkjunni. ,,Það er mjög hress-
andi“, sagði prestur.
Gamla konan: „Hvers vegna
látið þér þá ekki svolítið af því
í ræðuna?“