Blik - 01.04.1959, Qupperneq 116
114
B L I K
mamma okkar kepptist við rokk-
inn, eftir að hún kom inn úr
eldhúsinu. Enda var vinnan mik-
il, bæði að þörfu og óþörfu,
sérstaklega hjá unglingum og
öldruðu fólki. Nú til dags mundi
það vera talið þrældómur, sem
á okkur var lagt 1 æsku, en lífs-
baráttan var hörð til þess að
geta haft í sig og á.
Mamma mín kemur að Hörgs-
holti 1878, þá ekkja Árna Gunn-
laugssonar. Hún kemur með
Árna, hálfbróður okkar, sem
hét eftir föður sínmn. Fæddur
24. júní 1877 í Dalbæ. Hún fer
að Hörgsholti um vorið 1878 og
giftist föður mínum vorið 1879,
24. júní. Halda gullbrúðkap 24.
júní 1929. Þau búa saman rösk
50 ár. Faðir minn andast á jóla-
dag 1929.
Börn þeirra voru:
1. Bjarni, fæddur 15. maí 1880, dá-
inn 1893
2. Guðrún, fædd 12. júlí 1881, dá-
in 1948
3. Jón, fæddur 3. september 1883, á
lífi
4 Kjartan, fæddur 31. maí 1885,
dáinn 15. nóvember 1950
5. Guðmundur, fæddur 24. desem-
ber 1886, á lífi.
6. Ólafía, fædd 18. maí 1889, dáin
9. október 1929
7. Guðmann, fæddur 29. júní 1891,
dáinn 31. jan. 1951.
8. María, fædd 25. janúar 1893,
dáin 25. janúar 1893
9. Fæddist andvana tvíburi 1893
10. Magnús, fæddur 21. janúar 1894,
dáinn 31. janúar 1951
11. Kristín, fædd 7. desember 1895,
á lífi
12. Bjarni, fæddur 7. júlí 1898, á
lífi.
13. Árni, hálfbróðir, fæddur 24. júní
1877, dáinn.
Faðir okkar, Guðmundur
Jónsson, fæddist 13. júní 1855,
dó 25. desember 1929. Afi minn,
Jón, fæddur á Ósabakka 16. ág.
1811. Dáinn 8. febrúar 1876.
Hann var hreppstjóri í Hruna-
mannahreppi og mjög lengi f jall-
kóngur o. fl. Hann kemur að
Hörgsholti 1817 með föður sín-
um, Jóni Magnússyni, sem fór
þá að búa í Hörgsholti. Þá fer
þaðan Jón Eiríksson frá Bol-
holti, sem var langafi minn í
móðurætt. Bróðir hans, Helgi,
kemur að Sólheimum 1804. Þor-
steinn, sonur hans, fer að Grund.
Hann var afi Magnúsar Guð-
mundssonar, ráðherra. Jón
Magnússon er fæddur í Hlíð í
Eystrihreppi 1747, dáinn í
Hörgsholti 22. júní 1847. Hann
átti Kristínu Jónsd. frá IJlfs-
stöðum í Landeyjum Sigurðs-
sonar frá Búðarhóli. Sama ættin
er búin að vera í Hörgsholti nú
rösk 150 ár. Þegar Jón Magnús-
son kom að Hörgsholti, var tún-
ið mikið þýft. Þegar sonur hans,
Jón, byrjaðiað slétta túnið, taldi
faðir hans það mesta óráð, því
að það fengist minna af landinu,
þegar búið væri að slétta það, og
var næst hans skapi, að búa til
þúfurnar aftur. Þá var eíkki
hugsað enn um að spara manns-
orkuna.