Blik - 01.04.1959, Síða 120
118
B L I K
við tókum lagðana eftir röð. Þá
sagði sá, sem fyrstur var: „Sjá-
ið þið þennan lagð?“ og gat þá
um leið þess, sem átti rétt á hon-
um. Þessa lagða þvoði maður
vandlega og tíndi allt rusl úr
og lagði þá inn og fékk þá vasa-
klút eða eitthvað smávegis, sem
við höfðum yndi af, og ef af-
gangur varð, þá aura. Einu sinni
man ég, að við Kjartan fengum
annar 40, hinn 45 aura, sem var
umfram það, sem við tókum út.
Þetta vandi okkur á að fara vel
með, en ekki fékk maður neitt,
nema leggja eitthvað í sölurnar
sjálfur.
Við Kjartan þóttum nokkuð
fyrirtektarsamir, svo, að það
þótti vissara að skilja okk-
ur að og hann var sendur
að Tungufelli til afa okkar. Á-
stæðan var sú, að við tókum upp
á að búa til nýtt mál, sem fólk-
ið skildi ekkert í, en systkini
okkar skildu okkur að nokkru.
Eg var mikið hlessa, þegar við
vorum skildir. Ég taldi það ekki
saknæmt, þó að við gætum talað
líkt og útlendingur, annað mál,
en fullorðna fólkið leit öðrum
augum á þetta. Ég man orðið
aðeins eitt orð, hvað við kölluð-
um kirkjurnar. Þær hétu hjá
okkur Gemdibaka, stóra og
minni. Ég man vel, hvar ég stóð
á stéttinni, þegar Kjartan fór.
Ég var svo mjög hlessa á þessu
tiltæki fullorðna fólksins, þó að
ég léti ekki mikið bera á því.
Kjartan var í Tungufelli fullt ár,
svo að við þorðum ekki að byrja
á þessu fyrirtæki aftur. Mér er
minnisstætt, hvað mamma okk-
ar varð einu sinni sár við okkur.
I Hörgsholti var fullorðin kona,
sem hafði mikið dálæti á köttum,
svo mjög, að hún tuggði í þá. Við
fundum, að heldur var þetta álit-
ið óþarft dekur, sérstaklega af
því að kisurnar höfðu sig lítið í
frammi til að sinna sínu skyldu-
starfi, sem var að veiða mýsnar,
sem voru stundum áleitnar. Nú
er það einu sinni um vorið, að
við Kjartan erum að bera
hlandfor í stömpum á börum í
rigningu. Þá kemur kisa út að
forinni. Þá hugsum við sem svo,
að gaman væri að vita, hvað
kisa sé fín í sér. Við tökum
hana og setjum hana út á for-
ina í stampinn, sem við notuð-
um til að ausa upp forina með.
Lengi vel heldur kisa sér í barm-
ana á víxl, en svo fór, að hún
fer á sund í forina og fer strax
inn í rúm til gömlu konunnar.
Sem von var, varð gamla kon-
an sár og mamma líka. Auð-
vitað meðgengum við strax og
fundum, að þetta var slæmt hjá
okkur, en eitthvert veður höfð-
um við af því, að sumir hefðu
gaman af.
Með aldrinum er svo að smá-
færast alvara 1 vinnubrögð-
in. Svo var hjá okkur Kjart-