Blik - 01.04.1959, Side 123
B L I K
121
þröngt til þess. Þarna var lamb-
ið og gat ekki hreyft sig. ítæsið
var allt of þröngt til þess, að
mennirnir gætu skriðið þangað
inn og líka of þröngt til þess, að
ég gæti skriðið þangað.
Eitthvað varð að gera, en
enginn sá neina úrlausn svona
í hasti. Allt í einu kom mér ráð
í hug. Eg reyndi að mjaka mér
á maganum inn í ræsið með
hendurnar á undan mér. Ekki
gekk það sem bezt. En þar sem
þetta var eina ráðið til að bjarga
lambinu, tóku mennirnir í fæt-
urna á mér og ýttu mér inn í
ræsið. Þetta var ekki þægilegt,
þar sem mikið var af smástein-
um í ræsinu. Hefði farið svolítið
meira fyrir mér, hefði þetta ekki
verið hægt, því að svo var ræsið
þröngt, að ég rétt komst þar
inn. Loksins náði ég taki á aft-
urfótum lambsins og kallaði til
þeirra. Þá drógu þeir mig út.
Það gekk svo að segja slysa-
laust. Auðvitað fóru þeir mjög
varlega. Lambið hamaðist þarna
eins og það gat í þrengslunum,
en ég missti ekki tak á því.
Loksins var ég komin út með
lambið. Kindin hafði staðið
þarna allan tímann og horft á
okkur vonar og bænaraugum, en
nú skein út úr þeim þakklæti, —
svo mikið þakklæti, að ég varð
steinhissa.
Eg hafði oft heyrt, að skepn-
urnar gætu túlkað mikið með
augunum. En því hafði ég
aldrei trúað, að það væri svona
augljóst.
Eg fékk eggin og fór heim í
góðu skapi og ánægð yfir því
að hafa orðið til bjargar lamb-
inu. Dagurinn endaði hjá mér
með því að þvo fötin mín og
gera við það, sem hægt var að
gera við, því að þau rifnuðu
líka.
Lengi á eftir stóðu augu kind-
arinnar mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum, og ég mun
ekki gleyma þeim. Enginn gat
betur þakkað mér fyrir þetta
litla hjálparstarf, sem ég hafði
innt af hendi.
Edda Hermannsdóttir,
3. bekk.
Á hornsílaveiðum
Ég var vikadrengur í sveit.
Það var heitt þennan dag. Okk-
ur dauðleiddist, þar sem við sát-
um bak við hænsnakofann og
sleiktum sólskinið. ,,En hvað
það er drepleiðinlegt, þegar
maður hefur ekkert að gera,“
sagði ég við félaga minn, hann
Gvend. Hann samþykkti það
letilega og lét fara eins vel um
sig og hægt var. „Við megum
hvorki veiða né elta hænumar,"
sagði ég. „Eigum við samt ekki
að fara að veiða?“ spurði ég.
„Það þarf enginn að vita um