Blik - 01.04.1959, Síða 124
122
B L I K
það. Við verðum bara að vera
nógu hyggnir.“ Svo afréðum við
að fara á hornsílaveiðar.
En nú var það versta eftir:
að fá einhversstaðar gott net.
Okkur kom saman rnn, að
bezt mundi vera að nota nælon-
sokk til hornsílaveiðanna.
Gvendur sagðist vita, að Stína
vinnukona ætti marga marga
nælonsokka og við gætum vel
hnuplað einum frá henni. Nú
reið á að fara nógu varlega, því
að enginn mátti komast að
þessu uppátæki okkar.
Herbergið hennar Stínu var
alltaf opið á daginn, svo að þar
var enginn vandi á ferðum.
Gvendur stóð vörð, en ég opnaði
hurðina á herberginu eins var-
lega og mér var unnt og
smeygði mér inn fyrir. „Skárra
er það nú draslið hjá henni
Stínu“, hugsaði ég og rótaði í
því. Þarna voru púðurdósir,
flestar tómar, varalitur, hár-
spennur, nælur, gerviblóm o. fl.
o. fl. „Það er naumast hún Stína
leggur mikið í sölurnar til þess
að halda sér til fyrir honum Jóni
fjósamanni,“ flaug mér í hug.
Ég vissi ýmislegt. Ég skyggnd-
ist um eftir nælonsokkum. I
skáp einum fann ég hrúgu af
þeim. Eg tók upp einn þeirra
og skoðaði. Ég fleygði honum.
Hann var götóttur. Annan fann
ég rifinn. í bréfpoka fann ég al-
veg nýja nælonsokka. Þetta
voru víst sparisokkarnir hennar
Stínu, en ég hugsaði með mér:
„Þetta er allt í lagi. Við skilum
honum í pokann aftur, þegar við
höfum lokið veiðunum."
Við læddumst nú út úr bæn-
um og hröðuðum ferð okkar sem
mest við máttum niður að lækn-
um, þar sem við vissum sæg
hornsíla.
Svo hófust veiðarnar. Við
bundrun þrjú bönd í sokkinn. I
tvö þeirra héldum við, en í hið
þriðja bundum við dálítinn
stein. Þannig hélzt sokkurinn
opinn niðri í vatninu. Veiðarnar
gengu ekki eins vel og ætla
mætti, þar sem tveir þaulvanir
hornsílaveiðarar voru hér að
starfi, því að lengi vel fengum
við ekki bröndu.
Loks grilltum við eitthvað í
sokknum. Það reyndist vera
brunnklukka, sem hafði álpazt
inn í sokkinn í einhverju gá-
leysi.
Aftur lögðum við sokkinn ■
vatnið. — Skyndilega kom ég
auga á lítinn silung. Hann
hreyfði sporðinn ótt og títt, en
hrærðist ekki úr stað sjálfur.
Ég benti Gvendi á silunginn.
Við titruðum báðir af ákafa og
spenningi. Nú varð silungurinn
fyrir styggð og skauzt eins og
elding, — hvert haldið þið? —
Beint inn í sokkinn okkar. Um
leið og við sáum það, kipptum,
við honum upp úr vatninu, en
um leið sáum við, að stórt gat
rifnaði á sparisokkinn hennar