Blik - 01.04.1959, Page 125
B L I K
123
Stínu og silungurinn datt niður
í hylinn aftur.
Mér varð svo mikið um þetta,
að ég missti ráð og rænu og
steyptist á hausinn í hylinn.
Mér skaut upp nógu snemma til
þess að heyra þetta: „Snáfið
þið heim, ófétisstrákarnir ykk-
ar. Þið ættuð að skammast ykk-
ar! Skárra er það uppátækið!"
Þetta var hún Stína, sem talaði
svona blíðlega til okkar. Hún
hafði víst komizt að leyndar-
málinu.
Stína togaði mig á hárinu og
eyrunum upp úr vatninu, upp á
lækjarbakkann, sneri mér þar
við og gaf mér nokkur vel valin
högg á hinn óæðri enda.
Við Gvendur biðum nú ekki
boðanna en hlupum eins og
fætur toguðu heim að bænum.
Þegar þangað kom, var okkur
skipað að hátta ofan í rúm og
þar urðum við að dúsa það sem
eftir var dagsins og svo auðvit-
að til næsta morguns. En annað
kom verra: Við fengum ekki að
fara í útreiðartúr næsta sunnu-
dag. Og enn gat vont versnað:
Við urðum að moka fjósið og
reka kýrnar alla næstu viku.
Björn I. Karlsson,
Landsprófsdeild.
11. des. 1958 bauð Rotaryklúbbur Vestmannaeyja 4. bekkjarsögn Gagnfrœðaskólans
nieð skólastjóra til kaffidrykkju i Akogeshusinu. Myndin er tekin, meðan setið var
undir borðum. — Frá vinstri: Valtýr Snœbjörnsson, smiður; Jónas Jónsson, fulltrúi;
Sveinn Guðmundsson, bœjarfulltrúi; Ólafur St. Ólafsson, forstjóri; Haraldur Guðnason,
bókavörður; Sigurður Finnsson, skólastjóri barnaskólans, forseti Rotaryklúbbsins,
1‘orsteinn Þ. Viglundsson, Sigurður Ólason, forstjóri; Friðþjófur Johnsen, héraðsdóms-
lögmaður; Stefán Arnason, yfirlögregluþjónn (lengst til hcegri).