Blik - 01.04.1959, Page 129
B L I K
121
fallið hrökk lokið á kassanum
upp og bunki af 100 kr. seðlum
valt fram úr kassanum, þar sem
hann lá á hliðinni.
„Hjálpi mér hamingjan, nú
fór illa,“ sagði Jón gamli og
greip peningana upp af gólfinu.
Varð hann nú auðmjúkur og
niður beygður eins og þjófur,
sem staðinn er að verknaði. Jón
bað nú kaupmanninn að vægja
sér, kæra sig ekki fyrir skatt-
svik og segja engum annars frá
peningaeign sinni.
Jóhannes kaupmaður lofaði
því; kímdi þó innra með sér og
vorkenndi gamla manninum
vesalmennskuna. Afhenti nú
kaupmaður Jóni gamla gjöfina
og gladdist hann innilega. Það
hefir kisa hans sjálfsagt líka
gert.
Óskar Björgvinsson
4. bekk.
Dýr, sem ég unni
Þegar ég var 11 ára, bjugg-
um við í Borgarnesi. Við syst-
urnar áttum þá 2 litla kanarí-
fugla, sem pabbi hafði gefið
okkur. Það var kvenfugl og
karlfugl. Þau voru bæði gul á
lit, en það mátti þekkja þau í
sundur á því, að hann hafði
brúnan blett á hnakkanum og
dálítið niður á bakið. Einu sinni
þegar föðuramma mín dvaldi
Þessar stúlkur reyndust hlutskarpastar og
seldu mest af riti skólans i fyrra.
GuSmunda Ingibergsdóttir, Sandfelli t. v.
og Þórey Guðjónsdóttir, Svanhól.
hjá okkur, sýndum við henni
fuglana og báðum hana að gefa
þeim nöfn. Hún kallaði þá Hans
og Grétu, og eftir það kölluðum
við þá það alltaf.
Fyrst í stað var áhuginn svo
mikill að gefa þeim að borða og
hreinsa búrið, að við rifumst um
það. En smátt og smátt fór á-
huginn að dvína og þetta var
ekki eins gaman og fyrst. Það
fóru að koma tilsvör í þessum
dúr: ,,Æ, getur þú ekki gert það
í dag, ég skal gera það á morg-
un,“ „Nei, þú átt að gera það
núna.“
Já, svona gekk þetta, en
stundum, þegar ég stóð við búr-
ið þeirra, þá fór ég að hugsa um
það, hvernig við gætum verið
svona vondar og kærulausar um
þessi litlu fallegu dýr. Það var
svo gaman að sjá þau fljúga
um og heyra þau syngja. Og svo
skemmtilegt að horfa á þau.
Sjá, hvað hún var mikið hrein-
legri en hann, alltaf að snur-