Blik - 01.04.1959, Page 130
128
B L I K
fusa sig og þvo sér, en hann
reigði sig og teygði á prikinu
sínu og lézt vera meiri en hún,
og hátt yfir hana hafinn. Hún
tók þessu öllu með ró og hélt
bara áfram að þvo sér.
Svo var það dag einn, er ég
var frammi í eldhúsi eitthvað
að hjálpa til, að ég heyrði mikið
garg og óhljóð innan úr her-
berginu, þar sem fuglarnir voru.
Ég flýtti mér inn, en snarstanz-
aði og starði steini lostin á búr-
ið. Þarna lá Gréta (kvenfugl-
inn), með stórt sár á hálsinum
og blóðið lagaði úr henni. Hún
var dáin. Hans (karlfuglinn)
hafði bitið hana til bana. Ég
stóð þarna dálitla stund, og það
var eins og eitthvað hefði slitn-
að eða brostið innra með mér.
Mig langaði mest til að gráta.
Ég fór svo fram aftur og sagði
mömmu þetta.
Hún tók fuglinn og lét utan
um hann og við telpurnar jörð-
uðum hann úti 1 garði. Mér
fannst eins og Hans væri mikið
daprari eftir þetta. Áður hafði
maður vaknað við söng þeirra,
en nú var eins og hann gæti ekki
komið upp nokkru hljóði. Svo
var það einn morgun, að yngsta
systir mín, sem var þá 2—3 ára,
kom upp í rúmið til okkar og
fór að segja okkur, að litli fugl-
inn væri sofandi, og ætlaði að
fá sængina mína til að breiða
ofan á hann. Við hlógum bara
að henni, en hún fór fram úr
rúminu og sagði okkur að koma
og sjá. Við fórum fram úr. Hans
lá á botni búrsins eins og sof-
andi, en hann var dáinn.
Við urðum allar þöglar og
horfðum á litla fuglinn okkar,
sem lá þarna lífvana. Við tókum
svo fuglinn og jörðuðum hann
við hliðina á sinni heittelskuðu.
Ég veit ekki úr hverju Hans
dó, en mér er næst að halda, að
hann hafi dáið úr hjartasorg,
(ástarsorg).
Brynja Hliðar,
3. bekk.
Veiðiför og iðrun
Þegar ég var tólf ára, fiktaði
ég við að búa mér til teygju-
byssu, sem ég ætlaði mér ekki
neitt sérstakt með. Einn dag
kom mér þó í hug, að gaman
væri að reyna að skjóta lunda
uppi í Heimakletti. Ég fékk vin
minn með mér, og lögðum við
svo af stað kl. 1 e. h. Þegar upp
í ,,Klett“ kom, sáum við marga
lunda „í færi“ og komumst í
vígahug. Við hófum nú skothríð
af miklum móði. Eftir dálítinn
tíma hitti ég lunda í vænginn.
Hann varð ófleygur, því að
vængurinn brotnaði. Við hlup-
um glaðir og kappsamir að
fuglinum. En þegar við sáum
fuglinn liggja þarna hjálpar-
vana og særðan í blóði sínu,