Blik - 01.04.1959, Side 132
130
B L I K
Sannleikurinn er sagna
beztur
Við vorum margir saman í
knattspyrnu þennan laugardag.
Til að breyta til svona einu sinni
fórum við út á tún ekki all-langt
frá vellinum. Svo hófst leikur-
inn, og var hann afar fjörugur.
Þegar „fjörið“ stóð sem hæst,
ætlaði ég heldur en ekki að
skora mark, en sparkaði þá
knettinum langt fi'am hjá mark-
inu. Og ekki aðeins það, heldur
fór knötturinn beina leið í rúðu
á húsi, sem stóð þarna skammt
frá. Rúðan mölbrotnaði. —
Knötturinn var sóttur í flýti, og
svo tók allur herskarinn til fót-
anna og hljóp í hvarf. Ég einnig,
sökudólgurinn.
Maðurinn, sem bjó í húsinu,
var alræmdur fyrir skapvonzku
sína, og þess vegna var mér það
ríkast í huga fyrst í stað, að
komast undan sökinni. Burt
komumst við, án þess að nokkur
veitti okkur eftirtekt. Þóttumst
við þá hafa sloppið vel. Ég hafði
þannig sloppið við illsku „karls-
ins“, en samt ól ég ama í brjósti.
Þegar ég tók að hugleiða at-
burðinn, sá ég, að ég hafði far-
ið þveröfugt að við það, sem
skátalögin mæla fyrir um og ég
lofað að efna og halda. Ég af-
réð því, „að taka mig saman í
andlitinu“ og arka til mannsins
og biðja hann afsökunar og
bjóðast til að greiða skaðann.
Þegar ég svo dróst upp
tröppurnar á húsinu með brotnu
rúðuna, hefir hjartað sjálfsagt
verið komið niður fyrir beltis-
stað. Eftir að ég hafði drepið
á dyr, fannst mér það slá alveg
niður í skónum.
Eftir andartak kom sjálfur
húsráðandinn til dyra. Ég skalf
nú eins og hrísla og hugsaði:
„Hann rassskellir mig, ef ég
segi honum það.“
„Geturðu sagt mér hvað —
hvað klukkan er?“ stundi ég
upp.
„Hvað?“ drundi í karlinum,
„ætlar þú að segja mér, að þú
hafir aðeins komið hingað til
þess að spyrja um klukkuna?"
„Ne—nei,“ sagði ég. „Það var
ég, sem gerði það.“
„Hvað?“
„Ég braut rúðuna hjá þér í
dag.“
Nú hló maðurinn. Hann skelli-
hló. Svo sagði hann: „Komdu
hérna inn.“ Nú tók hjartað mitt
sér stöðu fremst í stórutá. „Nú
fæ ég fyrir ferðina," hugsaði
ég. Átti ég að voga? —
Maðurinn reyndist hinn bezti
og fyrirgaf mér af heilum hug.
Þegar ég gekk niður tröpp-
urnar aftur, fann ég, að hjartað
sló á sínum gamla góða stað.
Skáti á að vera drengilegur 1
allri háttsemi og skal hiklaust
kannast við yfirsjónir sínar eða
misgerðir. Það getur verið erfitt.
En með því móti hreinsast sam-