Blik - 01.04.1959, Síða 133
B L I K
131
SIGURGEIR, KLARA O.FL.:
Skotlandsferð nemenda 1958
Vorið 1958 tóku nemendur
þriðja bekkjar deilda Gagn-
fræðaskólans í Vestmannaeyj-
um sér skemmtiferð til Skot-
lands undir forustu eins af kenn-
urum skólans, Sigfúsar J . John-
sens. Farkosturinn var fánaskip
íslenzka millilandaflotans, v.s.
Gullfoss.
Lagt var af stað frá bryggju
í Eyjum kl. 7.30 að kvöldi 31.
maí með v. b. Þristi og farið
norður fyrir Eiðið. Þar tók Gull-
foss ferðalangana, 30 nemendur
og fararstjórann. Var hópnum
vísað til vistar á 3. farrými svo
sem samningar stóðu til.
Þegar hinir ungu Eyjaverjar
höfðu numið sér náttstað, tóku
þeir að skyggnast um á skipinu.
Blíðuveður um láð og lög og
létti það lundina og jók lystina.
Ýmsir fögnuðu frjálsara lífi eft-
ir þjark og þunga prófdaganna.
Engar skólareglur og engar
hömlur á sælgætisáti, því að
skólastjóri sat heima. Sérstak-
lega þótti Ásgeir stórtækur og
vizkan, og vel leið mér fyrir
brjóstinu, er ég arkaði niður
tröppurnar frá húseigandanum.
A.
kom brátt með birgðir af kara-
millum og annari slíkri kosta-
fæðu og át og veitti óspart.
Brátt sat Óskar þar á lestar-
hlera og þandi nikkuna sína,
hana „Jónínu“. Þá kom þar
„borðalagður dáti“ og bauð okk-
ur að dansa. Það var þegið með
þökkum. En sú ánægja stóð
stutta sund, því að hafaldan óx
og maginn sagði til sín, svo að
flestir skriðu í fletið með þessari
ósk Þorsteins matgoggs „. . . .
væri sofnaður, vaknaður aftur
og farinn að éta.“
1. Júní. Morgunverður var
snæddur kl. 8. Sumir voru svo
hraustir, að þeir nörtuðu í árbít,
en fleiri voru það. sem lágu í
rúmum sínum með tóma maga,
máttvana eftir fórnir og fæðu-
lát. Hinir harðfengu drápu tím-
ann við spil, rabb og dúra þess
á milli.
Um sex leytið sást til Færeyja.
Þórshöfn var fyrsti viðkomu-
staður. Þar var skilað á land
færeyskum sjómönnum og far-
angri þeirra. Um kvöldið var
„hljómsveitin" okkar fengin til
að spila á 1. farrými fyrir dansi
farþega. Þangað var þá öllum
nemendahópnum boðið. Þar átt-
ust þau við, nikkan og Óskar.
Hann kreisti „Jónínu“ sína og