Blik - 01.04.1959, Page 134
132
B L I K
og hún þreytti hann. Tvær stúlk-
ur úr nemendahópnum léku
einnig á gítara fyrir dansinum.
Kl. 12 á lágnætti fórum við
flest í rúmið, dösuð eftir dans
og söng, eplaát, gosþamb, rokk
og sjóveiki, svo að rómantík
átti sér litla lífsvon.
2. júní. Bjalla kvað við kl. 8.
Mörg okkar mættu til morgun-
verðar en þó fleiri til hádegis-
verða. Eftir hádegi sýndi skip-
stjórinn, Kristján Aðalsteins-
son, okkur þá velvild og hugul-
semi að bjóða okkur öllum upp
á stjórnpall. Þar var ánægjulegt
um að litast og margt að sjá,
sem vakti athygli okkar og jók
okkur víðsýni. — Sjór var slétt-
ur og veður kyrrt, svo að við
lékum á als oddi fram undir
kvöldverð, — sungum, spiluðum
á spil, röbbuðum og hlógum.
Hinir þroskameiri af drengjun-
um, svo sem Viktor, Magnús,
Sigurður og Benedikt, skegg- >
ræddu, því að aldrei vissum við
til þess, að þeir rökuðu sínar
hálfsprottnu granir á ferðalag-
inu.
Að snæddum kvöldverði voru
okkur sýndar léttar kvikmyndir
og íslenzkar myndir. Það eitt
sannar, að flest var gert til þess
að auka okkur ánægjuna. Rétt
fyrir kvöldmat sást fyrsta skip-
ið á leiðinni. Var það skítugur
brezkur koladallur. Við nálguð-
umst Skotlandsstrendur.
Tilkynnt var, að komið yrði
til Leith kl. 4 um nóttina. Fæst-
um okkar kom dúr á auga af til-
hlökkun.
3. Júní. Þegar við vöknuðum,
V.jS. GULLFOSS.