Blik - 01.04.1959, Síða 135
B L I K
133
flest eftir svo sem 1—2 tíma
svefn, hófst vegabréfaskoðun.
Litlu síðar stigum við af skips-
fjöl.
Hinn væntanlegi leiðsögumað-
ur okkar, Mr. Robertson að
nafni, skozkur í húð og hár og
í þjóðbúningi Skota, beið okkar
á bryggjunni með stóran lang-
ferðavagn. Þarna stóð hann í
pilsinu sínu skozka og í sport-
sokkum með alpahúfu á höfð-
inu eins og Montgomery mar-
skálkur (merahirðir). I pilsið
eitt fóru 8 metrar af dúk, sagði
hann okkur síðar.
Fyrst var ekið til farfugla-
heimilisins Hailes í Edinborg,
þar sem við áttum að gista. Við
skiluðum þangað farangri okk-
ar. Síðan var ekki til setunnar
boðið. Við ókum nú niður í
Prince’s Street, sem er aðalgata
Edinborgar, og skoðuðum hið
fræga listaverkasafn ,,The Nati-
onal Gallery of Scotland.“ Það-
an lá leið okkar út í skemmti-
garðinn og skoðuðum við þar m.
a. ,,Blómaklukkuna“, sem okkur
fannst sérstaklega fögur.
Góðan mat fengum við á far-
fuglaheimilinu. Að máltíð lok-
inni þvoðum við sjálf upp disk-
ana, sem við notuðum, samkv.
gildandi reglum á farfuglaheim-
ilunum skozku. Kaffið fannst
telpunum ódrekkandi og settu
pipar út í það til bragðbætis.
Otti greip okkur drengina, og
við báðum þess innilega, að all-
Kristján AOalsteinsson, skipstjóri á „Gull-
fossi“, f. i Dýrafirði 30. júni 1906. Hóf
starf hjá Eimskip 1922.
ur sá pipar heltæki ekki sálarlíf
þeirra síðar. Síðari hluta dags-
ins verzluðum við og prönguð-
um eftir beztu getu. Reyndist
þá gjaldeyrir ýmissa, sem áður
höfðu stundað útflutning á
skyri og hrossakjöti, gellum og
öðru hnossgæti, æði drjúgur. 1
búð einni prönguðu nokkrir
strákar íslenzkum peningum inn
á skozkan kaupmann og keyptu
sér sumarjakka og stráhatta.
Um kvöldið sungum við og
dönsuðum. Þarna á farfugla-
heimilinu gistu einnig skozkir
skólanemendur. Þeir sungu með
okkur og spiluðu á hljóðfæri.