Blik - 01.04.1959, Page 137
B L I K
135
Á leiðinni fórum við um mörg
þorp og frjósamar sveitir, og
var mjög fagurt um að litast.
f Aberdeen gistum við einnig á
farfuglaheimili. Heitir það King
George IV. Memorial. Hjón-
in, sem þar réðu ríkjum, tóku
okkur tveim höndum og döns-
uðu fyrir okkur skozka þjóð-
dansa um kvöldið með börnum
sínum okkur til mikillar ánægju.
Loks fannst okkur við standa
á hátindi frægðar og gengis,
þegar ljósmyndarar og blaða-
menn komu á heimilið um kvöld-
ið og tóku myndir af okkur og
áttu við okkur blaðasamtal.
6. júní. Um morguninn, þegar
við vöknuðum, var okkur sýnt
eintak af Aberdeenblaðinu
„Press Journal“ með mynd af
okkur öllum og viðtali. Sátum
við þar og sungum. Eftir morg-
unverð keypti hvert einasta
okkar blaðið, auðvitað. Síðan
örkuðum við á fiskmarkaðinn
í Aberdeen og sáum þar marga
væna og feita golþorska, líklega
flesta af Islandsmiðum. Þegar
sumt markaðsfólkið sá þjóðfán-
ann okkar, sem við höfðum með-
ferðis, tók það til að fýla grön
og láta í ljós andúð sína með
ýmsu öðru látbragði og kurri.
Landhelgisdeilan var auðsýni-
lega farin að velgja því undir
uggum eða fyrir brjósti, þar
sem það sá hinn feita fisk og
íslenzka ferðalanga í einni sjón-
hending. Þennan dag ókum við
síðan frá Aberdeen um borgir
og bæi og náðum áfangastað kl.
16 um daginn. Sá heitir Iver-
ness.
Þegar við höfðum komið okk-
ur fyrir á farfuglaheimilinu
þarna í borginni, en það heitir
Scotish, fórum við í sundlaug
þar skammt frá.
7. júní. Þegar við vöknuðum
í Scotish um morguninn, vakti
söngvin skólasystir athygli okk-
ar á „yndislegum fuglasöng“,
sem hún kvaðst heyra fyrir utan
gluggann. Allir lögðu eyra við.
,,Ó, svo dásamlegur, sem hann
var!“ Við athugun kom í ljós, að
þessi „dásamlegi fuglasöngur“
var ekkert annað en seytlhljóð
frá rennsli í salerninu!
Svo var lagt af stað frá Iver-
ness með gáska og gamni, og
var nú ferðinni heitið til strand-
borgarinnar Oban. Á leiðinni
sáum við hæsta f jall Skotlands,
Ben Nevis. Um Spean-brúna ók-
um við og fram hjá stærsta bú-
garði í landinu. Við snæddum
hádegisverð í bænum Forth
William. Okkur hafði verið sagt,
að sá bær væri frægur fyrir hin-
ar rósfingruðu og fögru stúlkur
sínar. Við drengirnir höfðum
því augun hjá okkur. Og vissu-
lega sáum við þessa glögg
merki, svo að um fór suma.
Og ekki var okkur grun-
laust um, að tveir af okkur
hefðu stigið á stokk og strengt
þess heit að setjast síðar að í