Blik - 01.04.1959, Síða 139
B L I K
137
Eftir kvöldverð leigðum við
okkur þrjá báta og sigldum um
fjörðinn. Tveir af bátum þess-
um voru kappsiglingabátar.
Þeir hétu Sara og Chris. Áhöfn
Söru var skipuð Viktor, Sigur-
geiri, Kristni og Guðna. En á
hinum bátnum voru þeir Hall-
dór, Sigurjón, Sigurður E. og
Benedikt. Auðvitað var kapp-
siglt og vann áhöfn Söru, enda
var ég sjálfur, sem þetta rita,
þar innan borðs! Stóra bátinn
notuðu stúlkurnar.
Um kvöldið kreisti Óskar ó-
spart hana „Jónínu“ sína og
stúlkurnar slógu gítarstrengi.
Undir var sungið hástöfum og
svo rabbað (skeggrætt!) og
hlegið.
Kl. 23 var lagzt til hvíldar,
enda bjuggum við enn á far-
fuglaheimili. 1 Oban heitir það
Old Jubilee.
8. júní Við vöknuðum um
morguninn við högg í hurð, óp
og læti. Þetta var sjálfur heim-
ilisstjórinn að vekja okkur og
fór að því eins og líf manns lægi
við. — Allur þessi gauragangur
hafði truflandi áhrif á tauga-
kerfi tveggja víkingaarfa, sem
með okkur voru. Þessi tvö vík-
ingaefni höfðu tök á því tímans
vegna að ýfast hvort við annað,
svo að hnefar hófu að semja
sátt og svo hefndum heitið, þeg-
ar heim kæmi. Svona geta sumir
verið, jafnvel á unaðslegu ferða-
lagi! Um morguninn ókum við
um borgina og umhverfi og nut-
um fegurðarinnar. Þegar við
komum að gistihúsinu aftur til
þess að týgja okkur til brott-
farar, var þar umferð mikil;
margar bifreiðar og fólk að
koma og fara. — Þar stóð
myndatökumaður með volduga
myndavél. Hann góndi og gáði
og gægðist, en sá auðsjáanlega
ekki það, sem hann vildi sjá.
Eilitlu síðar tjáði gistihússtjór-
inn okkur, að maður þessi hefði
orðið fyrir miklum vonbrigðum.
Hann beið þess alltaf að sjá „ís-
lenzka Eskimóa" stíga út úr
bifreið sinni!
Við ókum frá Oban kl. 9,30
um morguninn og var nú ferð-
inni heitið til Edinborgar. Eftir
tveggja og hálfs tíma akstur
var numið staðar við Loch
Hepmhead. Þar sagði leiðsögu-
maðurinn okkur sögu, sem við
höfðum gaman af, Við litum á
hana sem Skotasögu og hún
var á þessa leið:
Lávarður nokkur bjó eitt sinn
þarna í nágrenninu. Hann át oft
á matsöluhúsum í Edinborg, en
greiddi jafnan ekki reikninga
sína þar, heldur vildi hann láta
sækja andvirði þeirra heim til
sín.
Eitt sinn var lögfræðingur
sendur heim til lávarðarins til að
innheimta skuldir. Um kvöldið
þegar lögfræðingurinn kom
þangað, helltu heimamenn hann
fullan og bjuggu honum síðan