Blik - 01.04.1959, Page 141
B L I K
139
Heimamenn lávarðarins hefðu
lagt lykkju á leið lögfræðings-
ins um leið og hann gekk og
hengt hann þarna upp.
Lögfræðingurinn tók saman
föggur sínar og flýtti sér burtu.
MYNDIRNAR TIL VINSTRI:
1. röð t. v.:
a Hailes farfuglaheimilið i Edinborg.
b. King George 4. Memorial farfugla-
heimilið i Aberdeen.
c. Old Jubilee farfuglaheimilið i Oban.
d. Scotish farfuglaheimilið i Iverness.
A farfuglaheimilum þessum gistu
ferðalangarnir.
Miðröð:
a. Hin tólfréttaða máltið m/s Gullfoss fer
ekki ávallt sem bezt i maga utan land-
helginnar. Þar sem myndin var tekin,
hvað ekki hafa fengizt fiskur úr sjó,
siðan Asgeir spjó.
b. A lestarlúgum Gullfoss sátu Lóreleiar
GiV, sungu, spiluðu og seiddu, svo
að skipstjórnarmenn máttu varla störf-
um sinna. Hið sjálfvirka stýri mun þó
hafa forðað Gullfossi frá voða.
c. Ökuþór ferðarinnar stigur léttan skozk-
an dans við Eyjamey.
d. Tónlistarráðunautur ferðarinnar, Ósk-
ar Björguinsson, leikur létt sigild lög,
en herforingjaráðsmennirnir Benedikt
og Þráinn igrunda nœstu herferð!
3. röð:
a. í Oban leigðum við „hraðbáta“ og
sigldum innanfjarða. Skipsjómfrúrnar
voru átta að tölu.
b. Asgeir hafði látið niðrandi orð falla
um skozkar yngismeyjar og kvað þœr
bráðna i höndum sér likt og mjólkurís
i maganum. Sigurgeir bauð lionum þá
til einvigis við sig i skógi. Báðir sluppu
þó lifandi frá einvigi þessu.
c. Kenneth Robertson, leiðsögumaður
ferðarinnar. Árvakur og ötull, klceddur
skozkum búningi. Pils hans er gert úr
átta metra löngu klœði.
„Maðurinn" í trénu var aðeins
fuglahræða.
I hinu dásamlega fagra Tross-
ackshálendi dvöldumst við um
stund á leiðinni. Þar var fjöldi
skemmtiferðafólks. Það bað
okkur að syngja íslenzkan ætt-
jarðarsöng. Við urðum við þeirri
beiðni fúslega og sungum „Öx-
ar við ána“ af hjartans hug og
þrá.
Við ókum um ýmsar smærri
borgir og fagrar byggðir þenn-
an dag og síðast undir Porth-
brúna, sem til skamms tíma var
lengsta brú í Evrópu.
Kl. 18 komum við svo aftur
til Edinborgar. Þar kvöddum við
„Berta“, en svo kölluðum við
bifreiðarstjórann, sem var ein-
hver mesti æringi, sem við höf-
um kynnzt. Strákarnir kvöddu
hann virðulega með handabandi
en stelpurnar með kossi á kinn-
ina. Minna taldi hann þær ekki
gagn gera. Þarna urðu þá eftir
margir meyjakossar í Skot-
landi, þrátt fyrir gefin loforð við
skólastjóra, að sumir töldu, en
ef til vill hefur afbrýðisemi okk-
ar strákanna valdið þar ein-
hverju um eftirtölur.
9. júní. Þetta var síðasti dag-
urinn í Edinborg og í Skotlandi.
Við fórum flest snemma á fæt-
ur. Þeir, sem enn áttu gjaldeyri,
svo sem ,,útflytjendurnir“, er
áður um getur, fóru nú að
verzla, eyða síðustu ensku skild-
ingunum sínum. Kl. 15 um dag-