Blik - 01.04.1959, Page 142
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, BólstaSarhlíð:
oAð heiman í skóla með fyrstu
hifreiðinni
Haustið 1913 ferðaðist ég
austan undan Eyjafjöllum
vestur í Borgarfjörð.
Margt hefir breytzt hér á landi
síðan sú för var farin, enda eru
nú liðin 45 ár síðan, og eins og
kunnugt er, þá hefir einhver
viðburðaríkasti þáttur í sögu
þjóðarinnar einmitt átt sér stað
á þessu tímabili með ótrúlegum
framförum á flestum sviðum.
Það er beint framstökk frá því
gamla til hins nýja.
Vel gæti ég trúað því, að unga
fólkið nú á tímum, sem sækir
skóla víðsvegar að á landinu og
ferðast ýmist með bifreiðum eða
flugvélum, eigi ekki gott með
að skilja eða gera sér grein fyr-
ir, hve erfitt var að ferðast um
inn skyldu allir mættir á far-
fuglaheimilinu. Kl. 16 lögðum
við af stað til Leith og hafnar-
innar. Þar fór fram vegabréfa-
skoðun, og síðan stigum við á
skipsfjöl. Mr. Robertson stóð á
bryggjunni, er lagt var frá
henni kl. 19. Við veifuðum hon-
um innilega og vorum honum
þakklát fyrir góða leiðsögn,
góða viðkynningu og mikla vel-
vild.
10. og 11. júní. Þessir dagar
voru hvor öðrum líkir. Þá ösl-
aði Gullfoss okkar öldur At-
lantshafsins á leið heim til ætt-
jarðarinnar, „einbúans í At-
lantshafi“. Öll hlökkuðum við
innilega til að korna aftur heim
til foreldra og vina eftir þetta
glæsilega ferðalag.
Við þökkum öllum, sem efndu
til þessarar ferðar, innilega fyr-
ir alla fyrirhöfnina við undir-
búning fararinnar. Við þökkum
Sigfúsi J. Johnsen, kennara
okkar, fyrir trausta og góða
fararforustu.
Síðast en ekki sízt þökkum við
svo skipstjóranum á Gullfossi
og skipshöfn hans góða aðhlynn
ingu, ánægju og vinarhug á
ferðalaginu.