Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 144
142
B L I K
lagði af stað að heiman daginn
áður; dökk óveðurský og tals-
vert far á lofti: en þó sæmilegt
veður þann dag. Hefði veður-
fregnum verið útvarpað þá,
hefði veðurspáin líklega hljóðað
eitthvað á þessa leið:: Austan-
átt og rigning; rok undan Eyja-
fjöllum. — En á þeim tímum
bárust ekki veðurfregnir á öld-
um ljósvakans.
Bróðir minn fylgdi mér „út
yfir vötnin“, eins og það var
kallað í minni sveit og að Hvoli.
Þetta var raunar talsvterð
vatnaleið. Fyrst fórum við yfir
Markarfljót, svo Ála og Affall
og síðast yfir Þverá, sem var
mesta vatnsfallið og valt fram
ólgandi yfir sanda, eins og
skáldið kveður.
Rignt hafði undanfarna daga
og þess vegna talsverðir vatna-
vextir. En við höfðum trausta
og góða hesta og bróðir minn
vanur þessari leið, svo að okkur
gekk vel ferðalagið.
I þann tíð bjó Guðmundur
læknir Guðfinnsson og kona
hans, frú Margrét Lárusdóttir,
á Hvoli. Hún var systir séra
Jakobs Ó. Lárussonar og þeirra
systkina, m. a. Ólafs Ö. Lárus-
sonar héraðslæknis hér í Eyj-
um. Hvolsheimilið var mesta
myndarheimili og gestrisni þar
mikil. Þegar við komum þangað
þessu sinni, var þar yfirfullt af
næturgestum, svo að ég fékk
þar ekki gistingu.
Bróðir minn hélt brátt heim-
leiðis, en mér var fylgt að ná-
grannabæ, og f ékk ég þar ágæta
gistingu.
Um hádegi daginn eftir var
ég aftur komin heim að Hvoli.
Bifreiðin, þetta nýja undrafar-
artæki, stóð á hlaðinu og var
ferðbúin. Farþegar voru þrír;
eldri kona frá Reykjavík, ung
stúlka úr Hvolhreppnum og
svo ég. Aldrei hafði ég séð bif-
reið áður og beið með eftirvænt-
ingu að haldið yrði af stað.
Veður var slæmt, stormur og
rigning. Við komum okkur fyrir
í bifreiðinni. Sætin voru þægi-
leg og vel fór um okkur. Það
var eins og við sætum í djúp-
um kassa. Skýlt. var í bifreið-
inni, og urðum við furðu lítið
varar við storminn og regnið.
þó að yfirbygging væri engin.
Og svo hófst ferðalagið. Bif-
reiðarstjórinn hét Jón Sig-
mundsson, íslendingur búsettur
í Ameríku. Hann hafði orð á sér
fyrir að vera ágætur bifreiðar-
stjóri, öruggur og gætinn, eins
og raun bar vitni um síðar á
ferðalagi þessu.
Fyrst í stað gekk ferðin vel
og hindranalaust, þar til við
komum að Eystri-Rangá. Þá var
engin brú á ánni, en lygn var
hún jafnan og góð yfirferðar.
I þetta sinn var hún með meira
móti.
Þegar að ánni kom, tókum við