Blik - 01.04.1959, Síða 145
B L I K
143
eftir því, að frúin úr Reykjavík
tók að ókyrrast. ,,Þú ætlast þó
víst ekki til þess, bifreiðarstjóri,
að við sitjum í bifreiðinni yfir
ána?“ sagði frúin með skjálfta
í röddinni. ,,Getum við ekki
fengið hesta?“
Jón bifreiðarstjóri var víst
ýmsu v'anur á ferðum sínum
bæði hérlendis og vestan hafs
og þar að auki rökvís. Fljót-
lega tókst honum að sannfæra
frúna um, að ekkert væri að
óttast.
Svo mjakaðist bifreiðin út í
ána og komst klakklaust yfir
hana, þó að „syði á keipum.“
Vegurinn var slæmur vegna
úrkomunnar og umferð mikil í
sláturtíðinni, sem nú var að
hefjast. Og ftrðamönnunum
hinum varð starsýnt á nýja far-
artækið. Þá datt víst f áum í hug,
að hér væri á ferð nýr landnemi,
sem ætti eftir að verða lífæð
sveitanna og létta hinni þungu
byrði af bökum hestanna, sem
örþreyttir og oft svangir fóru
um vonda vegi og vegleysur,
yfir vatnsmikil fljót og um
gróðurlaust land með þungar
klyfjar heim til sveitabóndans.
En nú bjarmaði fyrir betri tím-
um, sem komu fyrr en varði.
Hestarnir í lestum sveita-
uiannanna voru hálf smeykir
við þetta nýja farartæki vað-
andi fram með vélagný. Alltaf
var verið að stanza, því að um-
ferðin jókst að miklum mun,
þegar út í Holtin kom. Ferða-
menn, lestir, fjárhópar. Alltaf
varð að reka féð út af veginum.
Það tók sinn tíma í stormi og
regni. En bifreiðarstjórinn var
gætinn og þolinmóður, og ferða-
mennirnir sýndu alltaf lipurð
og tilhliðrunarsemi og greiddu
fyrir því, að bifreiðin kæmist
leiðar sinnar.
Við keyptum okkur kaffi við
Ölfusá. Það var hressandi eftir
að hafa setið í bifreiðinni þessa
löngu leið.
Enn var lagt af stað. En þeg-
ar ekið var framhjá Ingólfs-
fjalli, stanzaði vélin allt í einu.
Þegar Jón hafði litið á vélina,
sagði hann illt í efni. Talsverð
bilun, og ekki víst. að hann gæti
gert við hana þarna með þeim
fábrotnu verkfærum, sem hann
hefði meðferðis, Þá var erfitt
að vera bifreiðarstjóri á þessum
slóðum, ekkert bifreiðaverk-
stæði á allri leiðinni og þetta
eina bifreiðin á öllu landinu. Jón
bað okkur að stíga úr bifreið-
inni, meðan viðgerð væri reynd.
Þar sem við stóðum á veginum,
fundum við bezt, hve veðrið var
vont. Við reyndum að láta far-
artækið skýla okkur.
Eftir rúman klukkutíma kom
Jón vélinni aftur á rás. Þá vor-
um við orðnar blautar og kald-
ar.
Áfram var haldið og lagt á
f jallið. Ekki vildum við fá okkur
kaffi á Hólnum (Kolviðarhól),