Blik - 01.04.1959, Side 146
144
B L I K
því að nú var orðið svo áliðið
dags.
Storminn lægði, er á daginn
leið, en regnið óx og þoka var
á Hellisheiði. Jón sagði okkur,
að erfitt væri að greina veginn
í svarta myrkrinu og úðanegni
og yrði hann því að aka mjög
gætilega. Auk þess var „vinnu-
konan“ eitthvað lasin og þess
vegna hætt að strjúka regnið
af framrúðunni.
Loks sáum við ljósin í höfuð-
staðnum. Eftir að hafa horft á
þau andartak, missti Jón bif-
reiðarstjóri sjónar á veginum.
— Aðeins snöggt högg. Þannig
fannst okkur það vera. Við
kipptumst við, og bifreiðin stóð
kyrr með framhjólin niðri í
skurðinum við veginn, en aftur-
hjólin á skurðbarminum. Eftir
andartak höfðum við1 öll stigið
út úr bifreiðinni. Þetta hefði
getað orðið slæmt, ef bifreiðinni
hefði hvolft. En Jón ók hægt og
gætilega og við sluppum vel frá
því.
Þarna var hópur ferðamanna
nærstaddur, sem kom undir eins
til hjálpar og dró bifreiðina upp
úr skurðinum. Ferðamennirnir
höfðu bönd eða reipi meðferðis.
Þau voru fest í bifreiðina og
vagnhestum beitt fyrir. Þetta
gekk fljótt og vel. Eftir drykk-
langa stund vorum við aftur
komin á stað.
Loks komum við til bæjar-
ins. Voru þá 12 tímar liðnir frá
því við fóram frá Stórólfshvoli.
Jón Sigmundsson sagði okkur,
að venjulega færi hann þessa
leið á 9-10 klukkustundum. Þó
hefði hann eitt sinn farið leið-
ina á rúmum átta tímum. Þá
hafði þjóðvegurinn verið þurr
og umferð lítil. Þessa ferð taldi
hann þá erfiðustu, sem hann
hefði farið austur fyrir fjall og
kvaðst ekki vilja fara fleiri ferð-
ir það haust.
Jón Sigmundsson fór síðar
aftur vestur um haf, og er hann
nú orðinn gamall og lasburða.
Ég sá hann ekki eftir þetta, en
minnist hans ávallt fyrir kjark
hans, dugnað og gætni.
Ég dvaldist á heimili kunn-
ingjafólks foreldra minna þá
daga, sem ég var í bænum, og
beið eftir skipsferð upp í Borg-
arnes .
Einn dagurinn er mér minnis-
stæðastur. Þá fór Friðrik Frið-
riksson með drengjahóp sinn,
Væringja, í skrúðgöngu um bæ-
inn. Þeir voru klæddir mjög
smekklegum búningi, bláum og
hvítum. Var mér þá tjáð, að það
væri mjög göfgandi fyrir dreng-
ina að njóta handleiðslu séra
Friðriks.
Undir miðja vikuna gerði
bezta veður, bjart og stillt. Þá
kom til mín kunningjastúlka
mín og bauð mér að sjá bæinn
með sér. Við gengum um f jöl-
förnustu göturnar og litum í
búðargluggana. Svo nutum við