Blik - 01.04.1959, Page 147
B L I K
145
hins fagra útsýnis af Skóla-
vörðuholtinu. Jörðin hafði
klæðzt hinum fölva hjúp hausts-
ins. Allir litir voru svo mjúkir
og tærir. Friður og tign síðsum-
arskvöldsins hvíldi yfir öllu og
andaði unaði sínum umhverfis
okkur.
Þetta minnti mig á haust-
kvöldin yndislegu heima í æsku-
sveitinni minni. Síðan þetta var,
hefi ég oft komið á þessar slóð-
ir og notið hins fagra útsýnis
af Skólavörðuholtinu, en aldrei
orðið snortnari af sólsetrinu en
þetta kyrrláta síðsumarskvöld,
sem snart svo viðkvæma strengi
í brjósti æskumannsins.
Daginn eftir var blíðskapar-
veður, og flóabáturinn Ingólfur
átti að fara til Borgamess.
Hann lá rétt hjá bryggjunni og
vaggaði sér letilega á bárunum.
Hann var orðinn á eftir áætlun.
Farþegarnir voru fluttir um
borð á árabát, og svo lagði Ing-
ólfur af stað.
Farþegar voru margir, svo að
þéttskipað var undir þiljum,
þrengsli mikil og óloft. Margir
farþeganna kusu heldur að
hreiðra um sig uppi á þilfari.
Ingólfur var seinn í ferðum
eins og venjulega, en skilaði
okkur þó heilu og höldnu til
Borgarness um kvöldið.
Um nóttina gisti ég í Borgar-
nesi. Daginn eftir slóst ég í för
Qieð skólafólki, sem ætlaði upp
að Hvítárbakka. Ég þekkti flest
af því frá vetrinum áður. Við
fórum fótgangandi þessa leið,
en það er 6 klukkustunda gang-
ur. Flestum okkar mun hafa
þótt þetta langt, en við vorum
ung og í bezta skapi, og þá eru
fótspor flestra létt á veginum,
sem genginn er. Veðrið var
gott, norðan kul og sólskin;
loftið tært og svalt. Ég kann-
aðist við flesta staði þarna
frá fyrra vetri, Héraðið þótti
mér fagurt og búsældarlegt og
bændabýlin reisuleg. Ég kann-
aðist því betur við landslagið
sem ofar dró Þarna voru Staf-
holtstungur, Hvítársíða, Reyk-
holtsdalur, Andakíll.
Svo sveigðum við út af vegin-
um niður að Hvítá. Á næsta
holti við ána blasti hinsvegar
við hvítt og reisulegt hús. Það
stóð í námunda við árbakkann.
Sólin skein svo björt og hlý á
gluggana, svo að þeir glömpuðu.
Hvítá rann breið og lygn milli
grasigróinna bakka sinna.
Litlum árabáti var skotið á
flot og við ferjuð yfir ána.
Dreifðir smáhópar af skólafólki
voru á gangi meðfram ánni og
nutu veðurblíðunnar. Eftir
stutta stund vorum við komin
heim að Hvítárbakka. Ferðinni
var lokið og ég loksins komin
á ákvörðunarstaðinn tæpri viku
eftir að ég lagði af stað að heim-
an. Hug og hönd var nú beitt
að náminu í þessum góða skóla.
i. ó.