Blik - 01.04.1959, Page 149
B L I K
147
á hana og vekja traust á þessu
nýja samgöngutæki.
Islendingur, sem dvalizt hafði
í Vesturheimi frá þriggja ára
aldri, Jón Sigmundsson að nafni,
var kunnur bifreiðastjóri þar
vestra. Honum treystu þeir.
Hann gaf þegar kost á sér til
íslandsferðar með bifreiðinni.
Um laun hans þurfti ekki að
ræða. Taldi það skyldu sína að
inna þetta starf af hendi án
teljandi launa í þeirri von, að
starf hans hér heima mætti
glæða skilning landa hans á
þörf bættra vega og bifreiða.
Jón Sigmundsson reyndist með
afbrigðum vel í starfi sínu, og
glæddist þannig fólki hér heima
áhugi og skilningur á gildi þess-
ara nýju samgöngutækja.
Með þessari fyrstu bifr'eið,
sem flutt var til landsins 1913,
ferðaðist Ingibjörg Ölafsdóttir,
og segir hún frá því ferðalagi
í grein sinni á öðrum stað hér
í ritinu.
Þ. Þ. V.
G---------------
Ein af heldri frúm bæjarins
hélt kunningjum og heimilisvin-
um dýrlega veizlu. Könnur með
vatni í stóðu á veizluborðinu.
Frúin við gestina: Gerið svo
vel að nota vatnið með matn-
nm; það er svo hollt að skola
innan á sér lungun.
Spaug
Fátækur bóndi átti 12 börn.
Þegar það 13. fæddist, sagði
prestur hans við hann fullur
vandlætingar: „Hvenær ætlið
þér að hætta þessu, Jón minn?“
Jón bóndi, hógvær: „Hvenær
haldið þér, að guð almáttugur
hætti að skapa, prestur minn?“
€-------------
Á „Þorláki“ kl. 23: „Pabbi
pabbi, jólasveinninn er að koma
strax. Ósköp kemur hann
snemma.
Faðirinn (eftir rannsókn):
„Vitleysa, það er hún mamma
þín; hún hefir keypt sér nýjan
hatt.“
€-------------
Tveir bæjarfulltrúar ræðast
við.
Sigurður: „Þú opnaðir ekki
þinn munn á síðasta bæjar-
stjórnarfundi.“
Björn: „Ekki er það satt. Ég
opnaði hann eins oft og þú, því
að ég geispaði í hvert sinn, er
þú tókst til máls.
@-------------
„Af hverju geymir þú reið-
hjólið þitt við rúmstokkinn á
nóttinni?"
„Ég er orðinn svo voðalega
þreyttur á því að ganga í
svefni.“