Blik - 01.04.1959, Page 152
150
B L I K
ar til Reykjavíkur og settust
þau þar að.
Enn urðu búendaskipti í
Björgvin. Hefir Sigurði senni-
lega þótt þröngt um sig og ekki
unað þarna innan um krærnar
og hávaðann. Hann byggði sér
því húsið Akurey við Vest-
mannabraut og mun hafa flutt
með fjölskyldu sína 1912. Við
brottför hans frá Björgvin fór
þangað Halldór sjómaður Run-
ólfsson smiðs frá Maríubakka
Runólfssonar og kona hans
Anna Sveinsdóttir frá Keldum
í Mosfellssveit, f. 14. apríl 1864,
d. 9. febr. 1943. Fluttu þau til
Eyja frá Reykjavík en höfðu
komið þangað nokkrum árum
áður frá Englandi, þar sem þau
bjuggu um tíma. Halldór Run-
ófsson var talinn fæddur 1865
en drukknaði hér við Eyjar,
sennilega í austurflóanum eða
mjög nálægt Bjarnarey, af opn-
um báti ásamt skipshöfn sinni,
6. apríl 1913, en skipshöfnin var
þessi:
Halldór formaður Runólfsson,
Ólafur Ólafsson, þurrabúðar-
maður, Bjargi,
Jón Jónsson frá Ráðiagerði
við Reykjavík,
Tómas Brynjólfsson frá Sitj-
anda, Eyjafjöllum.
Jóhann Stefánsson frá Van-
angri reri með Halldóri en varð
aðeins nokkrum mínútum of
seinn til skips í þennan róður
og varð það honum til lífs, því
að Halldór formaður beið ekki
eftir honum.
Halldór þessi var bróðir Guð-
rúnar á Sveinsstöðum Runólfs-
dóttur og var fæddur 1865. Þau
Anna og Halldór áttu fjögur
börn: Guðlaugur dó ungur 1911
eða ’12, Halldór Magnús, f. í Hull
Englandi 6. apríl 1905, drukkn-
aði 1. marz 1942, James White,
fæddur í Reykjavík 13. júlí
1906, drukknaði 22. apríl 1934 á
,,Brimil“; Margrét, f. 25. marz
1909 á Löndum hér. Hefir búið
í Björgvin allt til þessa dags eða
þar til húsið var rifið 1. okt.
s.l. Þá flutti hún í hús Davíðs
sál. Árnasonar frá Norðfirði,
við Strandveg.
Þar með er saga Björgvins og
flestra Björgvinsbúa sögð í
stórum dráttum. Húsið varð að
vikja vegna breikkunar og lag-
færingar Strandvegarins, þró-
unar í húsagerð og vega. Húsið
var lítið að nútíma rnati, að-
eins baðstofa og lítið eldhús í
fyrstu eins og mörg önnur tómt-
hús voru. Á seinni árum var
Björgvin mikið lagfærður og
breytt nokkuð. Steyptur var í
hann gafl, sett nýtt þak og vegg-
klætt með járni o. fl. Einnig var
honum breytt og mikið endur-
bættur að innan svo hann hefði
eflaust þótt fínt hús og bezta
íbúð, ef hann hefði verið þann-
ig úr garði gerður á fyrstu ár-
um hans. En sem sagt, nú er
Björgvin horfinn af sviði