Blik - 01.04.1959, Page 153
B L I K
151
Húseignin BJÖRGVIN, með nútíðar byggingu að baki. Húseignin Björgvin er lengst
til vinstri með einum glugga. Miðburstin er á hjalli, sem fylgdi eigninni. Lengst til
hœgri er geymsluhjallur frá Garðsstöðum.
okkar daglega lífs og er
ekki laust við að manni þyki
einhver óvenjulegur tómleiki
orðinn þarna við Strandstíginn
gamla. Þrátt fyrir smæð sína
og frumlega smíði var einhver
hlýleiki yfir húsinu alla tíð. Það
stóð þarna innan um fiskikrærn-
ar eins og eitthvert sæluhús í
óbyggðinni. Þangað flýðu að-
gerðarmenn og oft sjómenn og
fengu, þrátt fyrir þröngan kost
búendanna, að velgja upp kaffi-
brúsann sinn og drekka slatta
úr honum í hlýjunni. Kannske
höfðu þeir tíma til að spjalla
um stund við fólkið, meðan mesti
kuldinn leið úr kroppnum. Hef-
ir víst oftlega sannazt á búend-
um Björgvins, að þar sem nægi-
legt er hjartarúm, er ávallt
nægilegt húsrúm.
Þannig var og um hin gömlu
tómthús í grennd við Björgvin
sem öll eru horfin nema Garðs-
staðir og Klöpp, þ. e. að segja
tómthúsin ,,Skel“, þar sem Þor-
gerður Gísladóttir, f. 1842, d. 8.
8. 1919, bjó og þar eftir Þorgeir
Eiríksson, d. 1. 3. 1942; „Kró“,
þar sem Kristín Jónsdóttir, f.
1835, d. 31. 3. 1921, og Eyjólfur
Jónsson, f. 1835, d. 2. 2. 1914,
bjuggu, og „Kufungur11, þar sem
Gunna Pála bjó lengi og síðar
Hjálmar fyrrnefndur ísaksson