Blik - 01.04.1959, Qupperneq 154
152
B L I K
Opna skipið FORTÚNA og skipshöfn (aess
Myndin hér til hœgri er af teinœringnum FORTÚNU og skipshöfn SSIP3
hennar — nema tveim mönnum — árið 1901.
Frá vinstri:
1. Sigurður Ólafsson, formaður, frá
Bólstað við Vestmannabraut
hér í Eyjum. Sigurður fæddist í
Hrútafellskoti undir Austur-
Eyjafjöllum 15. okt. 1859. Þar
ólst hann upp hjá foreldrum
sínum og dvaldist þar til ársins
1893, er Sigurður Þorbjarnarson
(faðir Sigurður á Hæli hér),
bóndi á Kirkjulandshjáleigu,
fórst. Gerðist þá Sigurður Ólafs-
son fyrirvinna heimilisins á
Kirkjulandshjáleigu og var það
um árabil. Þá gerðist hann
lausamaður um nokkur ár og
var þá á Önundarstöðum í A.-
Landeyjum.
Sigurður var lærður húsa-
smiður. Stundaði hann um
margra ára skeið á yngri aldri
húsasmíðar á sumrum en sjó á
vetrum. Var hann formaður á
teinæringnum Fortúnu margar
vertíðir og oftast hér í Eyjum.
Sigurður Ólafsson var dug-
mikill maður og jafnan aflasæll.
Árð 1909 fluttist hann til Eyja
og giftist þá Auðbjörgu Jóns-
dóttur frá Tungu í Fljótshlíð.
Þau bjuggu hér í Bólstað við
Vestmannabraut 31 ár eða þar
til Sigurður Ólafsson dó (2. sept-
ember 1940). Þeim varð þriggja
barna auðið_; búa tvö þeirra hér
í Eyjum, Óskar og Bára, en
Lilja býr á Eyrarbakka.
Sigurður Ólafsson var for-
maður aðeins eina vertíð á For-
túnu, eftir að hann fluttist hing-
að. Árið 1906 gerðist Sigurður
útgerðarmaður og eignaðist þá
hlut í vélbátnum Bergþóru, VE
88. Bátur þessi sökk 20. febrúar
1908. Aftur eignaðist Sigurður
Ólafsson hlut í vélbát. Hann átti
um skeið í v/b Olgu Esbjerg
VE 147. Lengst átti Sigurður
hlut í v/b. Hjálparanum VE 232
og var útgerðarmaður til dauða-
dags. (Heimild A. J., k. h., o. fl.).
2. Oddur Guðmundsson frá Skíð-
bakka, 7 ára gamall, — stendur
uppi á þóftu hjá Sigurði for-
manni. Hann var systursonur
hans
bjó síðastur. Nú eru hús þessi
horfin, hafa orðið að víkja fyrir
tækni tímans og búendur þeirra
orðið að lúta lögum tilverunnar
og deyja drottni sínum. Eftir er
aðeins tómleikinn við Strand-
veginn að sunnan og minningin
um horfna alþekkta Eyja-
skeggja og vini.
Ef að líkum lætur munu og
sömu örlög bíða hinna gömlu
tómthúsa, Garðsstaða og Klapp-
ar, enda þótt þau hús fari nú
fyrst að fá notið sín, eftir að bú-
ið er að rýma fiskikræmar frá
þeim, svo að segja má, að þau
séu nú fyrst að koma fram í
dagsljósið. Þau standa þarna
bæði eins og vinalegar eyjar í
úthafi gamla tímans og minn-
inganna og bíða sennilega sinna
örlaga, að hverfa, vegna um-
brota nýja tímans, eins og önn-
ur fornfræg húsmannahús í
Eyjum.
Árni Árnason.