Blik - 01.04.1959, Page 156
154
B L I K
3. Bergur Jónsson frá Hólmum.
4. Sigurður Sæmundsson bóndi í
Hlíð undir Eyjafjöllum; var fað-
ir þeirra systra hér Geirlaugar á
Landamótum við Vesturveg og
Guðbjargar í Hólum við Há-
steinsveg. Sigurður dó hér á
Landamótum hjá Geirlaugu
dóttur sinni.
5. Þorkell Þórðarson frá Sandprýði
hér í Eyjum. Hann reri ekki
háseti á Fortúnu, en fékk að vera
með skipshöfninni, þegar mynd-
in var tekin.
6. Guðmundur Olafsson, bróðir
Sigurðar formanns. Hann var
bóndi að Hrútafellskoti og
drukknaði með Birni í Skarðs-
hlíð.
7. Jónas Jónasson, bóndi í Hólma-
hjáleigu í Landeyjum.
8. Stefán Jónsson frá Butru í Land-
eyjum, síðar bóndi í Yztakoti í
sömu sveit.
9. Pétur Níelsson, Krókvelli undir
A.-Eyjafjöllum.
10. Björn Tyrfingsson, bóndi á
Bryggjum í Austur-Landeyjum.
11. Elí Hjörleifsson, Tjörnum.
12. Guðmundur Guðmundsson, sem
kenndur var síðar við Hrísnes
hér í Eyjum. Hann var fæddur
að Efri-Úlfsstaðahjáleigu í
Landeyjum 26. ágúst 1867 og dó
að Hrísnesi við Skólaveg hér
24. febrúr 1951. Hann ólst að
mestu leyti upp í Miðey hjá
Jóni bónda.
Foreldrar Guðmundar voru
vinnuhjú, ógift. Faðir hans var
Guðmundur Diðriksson, bróðir
Arna Diðrikssonar bónda og
hreppstjóra hér í Stakkagerði;
(d. 1903), (— Sjá Blik 1957),
en móðir Sigríður Árnadóttir.
Guðmundur Guðmundsson
giftist Guðríði Andrésdóttur frá
Múlakoti í Fljótshlíð 19. júlí
1910 og fluttust þau til Vest-
mannaeyja árið eftir (1911).
Guðríður býr enn í Hrísnesi.
Áður en Guðmundur giftist og
fluttist hingað, var hann vinnu-
maður m. a. í Hólmum hjá Jóni
bónda Bergssyni og í Dalseli hjá
Ólafi Ólafssyni, síðar bónda í
Eyvindarholti, föður Ingibjarg-
ar í Bólstaðarhlíð.
Hjónin Guðmundur og Guð-
ríður byggðu Hrísnes árið 1924.
(Heimild: G. A., k. h.).
13. Sigurður Jónsson frá Hólmahjá-
leigu í Landeyjum, fæddur í
Ey í V.-Landeyjum 13. júní 1874
en alinn upp í Hallgeirsey. Þar
dvaldist hann til 13 ára aldurs.
Þaðan fór hann vinnumaður að
Hildisey og var þar með móður
sinni í 4 ár. Foreldrar Sigurðar
giftust aldrei en voru vinnuhjú.
Þau áttu saman tvö börn. Alls
var Sigurður sex ár í Hild-
isey. Síðan var hann eitt ár
vinnumaður á Ljótarstöðum hjá
Magnúsi bónda Björnssyni og
konu hans Margréti Þorkelsdótt-
ur bátasmiðs og bónda Jónsson-
ar (Sjá Blik 1958). Um það
leyti gerðist Jónas Jónasson (nr.
7 á myndinni) bóndi á Hólma-
hjáleigunni og fluttist Sigurður
Jónsson með honum þangað og
var vinnumaður hans í 17 ár.
Þaðan fluttist svo Sigurður hing-
að til Vestmannaeyja 1912 og
hefir dvalizt hér síðan.
Systir Sigurðar, Ingibjörg,
giftist Gottskálki Hreiðarssyni
(nr. 17 á myndinni) árið 1913 og
missti hann 22. maí 1936. Síðan
hafa þau búið saman systkinin.
14. Tyrfingur Björnsson frá Bryggj-
um, sonur Björns bónda. Bjó í
Þykkvabæ og dó þar.
15. Þorsteinn Sigurðsson frá Snotru
í Landeyjum. Var lengi hér í
Eyjum og dó hér.
16. Ársæll Isleifsson bóndi á Ön-
undarstöðum í Landeyjum.
17. Gottskálk Hreiðarsson bóndi í
Vatnshóli í Landeyjum. Hann
bjó síðar í Hraungerði hér í
Eyjum og dó þar. Hann var fað-
ir Sigurðar Gottskálkssonar, er
síðar var bóndi að Kirkjubæ.