Blik - 01.04.1959, Qupperneq 159
B L I K
157
veðri miklu og stórsjó og misst
þá bát sinn. Fóru þeir þá síð-
degis að draga sig í átt til Eyja
og um morguninn í birtingu
fóru þeir grunnt inn með að
vestanverðu og sáu þá, að skips-
strand hafði orðið vestan undir
Heimakletti. Urðu þeir og varir
skipbrotsmanna undir klett-
inum, en gátu ekkert að gert
vegna bátleysis og tóku það
ráð að gera vart. við sig í landi
og leita hjálpar. Þegar þeir svo
komu aftur með hjálp úr landi,
tókst að bjarga öllum skipbrots-
mönnum, enda var þá veður
tekið að lægja og sjólítið orðið
og rösklega gengið að björg-
uninni. Gleymt hef ég nú, hve
margir þeir voru, sem á skip-
inu voru. Minnir mig, að timbur-
skipið væri danskt og héti Ester.
Mennirnir voru all aðþrengdir,
er þeim var bjargað, en hresst-
ust fljótt við góðar móttökur
og nákvæma aðhlynningu. Við
nánari eftirgrennslan kom í
ljós, að björgun mannanna úr
skipinu hafði farið fram ná-
kvæmlega á sama tíma og sýn-
in hafði borið fyrir mig um
nóttina.
Nokkru síðar skrifaði ég upp
frásögn þessa eftir ósk Páls sál.
Bjarnasonar ,sem þá var orðinn
skólastjóri í Eyjum, og sendi
honum ásamt fleiru, sem hann
fékk hjá mér. Má vera, að það
handrit hafi verið nokkru fyllra
en þetta, þar sem þetta er skrif-
L
að svo löngu síðar og eftir
minni, en aðalatriðin hafa í
engu brenglazt.
Ritað í nóvember 1948.
K. H. B.
Arnarhváli
Nokkur söguleg atriði.
Strand dönsku skútunnar
ESTER.
Einn af velunnurum Bliks í
Reykjavík hefir sent ritinu hina
markverðu grein „Fjarskyggni,“
sem birtist hér í ritinu að þessu
sinni. Hann hafði átt hana 1 fór-
um sínum s. 1. 10 ár.
I Bliki 1958 reit Hrefna Ósk-
arsdóttir, sonardóttir Gísla
Magnússonar, útgerðarmanns,
frásögn um siglingu afa síns á
vélbáti frá Danmörku til Vest-
mannaeyja haustið 1917. I frá-
sögn þessari er minnzt á dönsku
skútuna Ester, sem strandaði
hér við Eyjar um haustið, eins
og skýrt er frá í greininni
,,Fjarskyggni.“ Höfundur þeirr-
ar greinar var lengi dyravörður
við stjórnarráð landsins að Arn-
arhvoli.
Skútan Ester strandaði á
Faxaskeri. Á árabátnum, sem
f ór út í togarann, og getið er um
í greininni „Fjarskyggni“ voru
m. a. Gísli J. Johnsen sjálfur og
Vigfús Jónsson útgerðarmaður
frá Holti við Ásaveg. Þegar ára-
báturinn kom að Faxaskeri, var
þar viðsjárvert vegna brims.