Blik - 01.04.1959, Síða 160
158
B L I K
Eftir að leitað hafði verið lags
nokkra stund, var lagt að sker-
inu og hlupu þeir upp á það
saman Vigfús og Gísli og tókst
stökkið vel, þótt votir yrðu.
Þarna á Skerinu dvaldist skips-
höfnin, en skipið hafði lent upp
í vik á norðvestanverðu sker-
inu og brotnað þar brátt í spón,
en mennirnir bjargazt upp á
skerið.
Togarinn, sem um er rætt,
var gæzluskip Englendinga hér
fyrir Suðurströndinni á fyrri
stríðsárunum Varð hann
strandsins var utan af Á1 og
gerði Eyjabúum viðvart.
Prentsmiðja Gísla J. John-
sen.
Greinin ,,Fjarskyggni“ hefir
|að ýmsu leyti sögulegt gíldi.
Hún greinir frá málum og
mönnum, sem á sínum tíma
mörkuðu hér spor í líf og menn-
ingu Eyjabúa. Ég óska að bæta
hér við nokkrum sögulegum at-
riðum.
Jón Þorláksson, síðar ráð-
herra, útvegaði Gísla J. John-
sen prentsmiðjuna.
Þetta var gamla Vísisprent-
smiðjan, áður Östlunds. Kaup-
verð hennar var 7000.00 krón-
ur. Voru það miklir peningar á
þeim tímum. Ósennilegt er það,
að jafn hygginn og glöggur
fjármálamaður og Gísli J.
Johnsen er, hafi séð þess nokk-
ur tök, að slík prentsmiðja hér
í Eyjum gæti nokkru sinni skil-
að arði, heldur mun áhugi
hans á framfara- og menning-
armálum Eyjanna einvörð-
ungu hafa valdið því, að
hann keypti prentsmiðjuna.
Gísli J. Johnsen réðist þegar
í það að gefa út vikublað, sem
nefnt var Skeggi. Jón Þorláks-
son útvegaði Gísla J. Johnsen
einnig ritstjórann að blaðinu.
Það var Páll Bjamason, kenn-
ari frá Stokkseyri, síðar skól-
stjóri barnaskólans í Eyjum.
Fyrsti prentari hjá Gísla J.
Johnsen var höfundur greinar-
innar ,,Fjarskyggni“, Karl H.
Bjarnason, sem setti prent-
smiðjuna saman. Brátt tók
prentari að nafni Kristján
Guðjónsson við starfinu. Ann-
aðist hann prentarastörf hér
frá 1917 til 1920.
Prentsmiðjan var handsnú-
in og drifhjól hennar var
knappir tveir metrar í þvermál.
Aldraðir Eyjabúar hafa tjáð
mér, að Jóhann í Hlíðarhúsi
(Jói á Hól) hafi þá verið verka-
maður við verzl. og útgerð Gísla
J. Johnsen og var hann ávallt
kallaður til að snúa hjólinu eða
vélinni, þegar Skeggi hafði ver-
ið settur og skyldi prentast.
Brentsmiðja þessi er nú eign
Byggðarsafns Vestmannaeyja
og einn af dýrmætustu hlutum
þess.
Þ. Þ. V.