Blik - 01.04.1959, Síða 161
Rætt vib
,Jirennukóngur“ og strákarnir
brennu
kóng
„Hvað hefirðu nú annars ver-
ið lengi brennukóngur?“ spyrja
strákar.
„Seytján ár“.
„Varstu áður við brennu-
störf ?“
„Já, maður lifandi, ég var
fimm ár áður með Pálma í
Sveitarhúsinu, sem var hér
brennukóngur árum saman.
Maður verður auðvitað að læra
þetta starf eins og annað. Þetta
er meistaranám. Já, og nú hefi
ég verið þessi brennumeistari í
17 ár samfleytt og þjónað bæði
Tý og Þór.“
„En hvar lærðirðu að stela
brennuf angi ?“
„Uss, það er ekki orð á ger-
andi. Ég stel aldrei. — Það kom
nú bara af sjálfu sér. Fyrst
lærði ég svolítið af meistaran-
um mínum gamla og so — og
so .... Ég hefi nú helzt aldrei
stolið eða látið stela öðru en
því ,sem menn hafa verið fegnir
að losna við.“
„Æ, blessaður, segðu okkur
aðeins eitt hnuplævintýri, sem
sannar, hvað þú ert bráð snið-
ugur meistari í greininni."
„Já, ég meistari, já, þið seg-
ið það strákar. — Ævintýri, já,
maður.“
„Já, hvernig var þetta með
olíutunnumar hans Magnúsar
og kranann hans til dæmis ?“
„Nei, við tölum ekki um það;
Mangi fékk bara kranann sinn
aftur; en ég skal segja ykkur
annað tunnuævintýri, þegar ég
lék á lögguna“.
Nú ljómuðu strákamir.
„Hvernig er það? Hvemig er
það?“
„Já, það, já, — það var nú
svoleiðis, skal ég segja ykkur,
að ónefndur maður í bænum,
— þið þekkið hann, það veit ég,
— átti 57 síldartunnur geymdar