Blik - 01.04.1959, Page 163
B L I K
161
brennuna, sem hann sagði, að
hefði verið sú stærsta og bjart-
asta, sem hann nokkru sinni
hefði séð. Þá hló brennukóngur,
það segi ég satt.
Nei, ég stel ekki í brennur að
öllum jafnaði, það er satt, strák-
ar. En þið ættuð að vita, hvern-
ig hann Dí-díus hefir það. Hann
stelur — hann stelur öllu, líka
því, sem ekki brennur. Hann
gengur bara með stelsýki. Einu
sinni kom hann með mikið af
asbesti frá Tanganum eða Helga
Ben. Það bara brann ekki. So
helltum við olíu á það. Alveg
sama, það brann ekki. Ég veit
það hefði brunnið, ef við hefðum
haft benzín! — Og einu sinni
stal hann olíutunnu alveg fullri.
So þegar við opnuðum hana og
skvettum úr henni, — þá, •—
nei, fari það sjóðbullandi, sagði
ég. Hún var þá stútfull af vatni,
bönnvuð tunnan.
Nei, strákar, menn verða að
vita hverju þeir stela, sko. Það
er meistarinn, sko, strákar."
Nú þagnaði brennukóngur, en
strákarnir vildu auðsjáanlega fá
meira að heyra.
„Hversu hátt má hlaða
brennuköstinn?“ spurðu strák-
ar.
„Já, brennuköstinn, já. — Já,
svona upp undir toppinn og upp
1 toppinn. En upp fyrir toppinn
^á aldrei hlaða hann, nei,
aldrei. Það er sko meistarinn.
Og so má aldrei skvetta benzíni
á bálið, það er stór-hættulegt,
því að það eltir fötuna og kemur
til manns aftur, og þá getur það
brennt mann.“
€----------------
Gamall maður ofan úr afdal
var til vertíðar í Vestmannaeyj-
um. Dag nokkurn hafði hann
beðið um konuna sína í síma.
Síðan fór hann inn í einn klef-
ann á símstöðinni, tók símatólið
og þuldi í það allt, sem honum
bjó í brjósti. Síðan gekk hann út
úr klefanum og lokaði honum á
eftir sér. Þá kallaði símastúlkan
til hans og tjáði honum, að kon-
an hans biði í símanum.
„Allt er það í lagi,“? sagði
gamli maðurinn, ,,ég lét það í
tólið, sem ég ætlaði að segja
henni; hún fær það þar. Og svo
lokaði ég hurðinni, svo að eng-
inn heyrði til.“
r------------------------------------
RITNEFND ÁRSRITSINS
SK.IPA NÚ:
Björn I. Karlsson, landsprófstleild,
Hrefna Óskarsdóttir, 3. b. verkn.,
Brynja Hlíðar, 3. b. bókn.,
Valgeir Jónasson, 2. b. A,
Hildur Axelsdóttir, 2. b. B,
Dóra Þorsteinsdóttir, 2. b. C,
Ragnar Baldvinsson, 1. b. A,
Erlendur G. Ólafsson, 1. b. B,
Arnar Einarsson, 1. b. C.
Ábyrgðarmaður:
Þorsteinn Þ. Vigiundsson.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
V___________________________________✓