Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 182
180
B L I K
Fræðsluráð Vestmannaeyja.
Eftir bæjarstjórnarkosningarnar í
janúarlok 1958 skipuðu þessir menn
Fræðsluráð Vestmannaeyja: Einar
Guttormsson, læknir, sem ráðið
hefur kosið form., Þorvaldur Sæ-
mundsson, kennari, Torfi Jóhanns-
son, bæjarfógeti, Karl Guðjónsson,
kennari og Sigfús J. Johnsen, gagn-
fræðaskólakennari.
Lúðrasveit Gagnfræðaskólans.
Haustið 1957 eignaðist skólinn 9
blásturshljóðfæri að auki við þau
7, er hann eignaðist haustið áður.
Einnig voru keyptar tvær trumbur
og hljómhlemmar. Þannig voru
hljófæri til nota 19 manna hljóm-
sveitar í skólanum veturinn 1957—
1958. Ekki urðu öll hljóðfærin notuð
nema stuttan tíma.
Vertíðarannir.
Þegar páskahléið hófst, miðviku-
daginn 2. apríl, hófu margir nem-
endur þegar vinnu við framleiðslu-
störfin. Það var sem verkefnin biðu
eftir þeim í fiskvinnslustöðvunum
í bænum. Að loknu páskahléi barst
svo mikill afii á land, að skólinn gaf
öllum nemendum sínum, nema nem-
endum landsprófsdeildar, vinnuhlé
í 7 daga samtals til þess að hjálpa
til að bjarga verðmætum frá
skemmdum. Þegar nemendur komu
aftur í skólann til náms og prófs,
höfðu margir þeirra unnið sér inn
þúsundir króna.
Önnur gagnleg störf.
Um vorið stóðu fyrir dyrum fram-
kvæmdir á þakhæð skólabyggingar-
innar. Til þeirra þurfti m. a. mik-
inn múrhúðunarsand. Allan þann
sand sóttu nemendur einn fagran
sólskinsdag um vorið og báru upp
á efstu hæð byggingarinnar. Allt
var það verk unnið í þegnskyldu-
vinnu.
Með því að bygging Gagnfræða-
skólans er senn fullgerð eftir 11 ár,
þá er að sjálfsögðu skylt og rétt að
geta þess, að þegnskyldustörf nem-
enda í þágu byggingarframkvæmda
frá upphafi hafa hvorki verið met-
in né þökkuð sem vert er.
Þau hafa vissulega sparað útgjöld
svo að nemur tugum þúsunda króna
við bygginguna.
Veturinn 1947 hófu nemendur að
grafa fyrir byggingunni. Síðan hafa
þeir annazt mest alla aðdrætti á
múrhúðunarsandi og mörgu öðru,
þegar þarfirnar kölluðu að. Svo
hagar til hé • í Eyjum, að vélknún-
um tækjum verður ekki við komið
um öflun múrhúðunarsands nema
flutnings hans á bifreiðum að bygg.
ingunni. Það nauðsynlega bygg-
ingarefni hefur orðið að bera í pok-
um í bifreiðarnar. Síðan hafa nem-
endur borið sandinn upp á hæðir
byggingarinnar eftir því sem bygg-
ingarframkvæmdum hefur miðað
áfram, frá ári til árs. Skólinn hefur
þá „sett lyftuna sína af stað“ og
síðan allt verkið gengið eins og 1
sögu segir, þegar 30—40 nemendur
bera hver sinn sandpoka. Sá vinnu-
hugur og sú ósérplægni hefur alltaf
glatt þann, sem þetta skrifar og
yljað honum, og skulu nemendur
hafa alúðarfyllstu þakkir fyrir öll
þau störf fórnfýsi og drengskapar.
Afanganum er senn að fullu náð.
Skólabyggingin er að verða fullgerð.
Mætti sá efnilegi og mannvænlegi
æskulýður, sem hér elst upp, njóta
hennar bæði vel og lengi. Mættu
störfin þar um langan aldur koma
öllum, sem þátt taka í þeim, til
nokkurs þroska.
Skólaslit.
Þau fóru fram þriðjudaginn 20.
maí kl. 14. Skólastjóri flutti ræðu.
Lúðrasveit Gagnfræðaskólans lék
nokkur lög undir stjórn kennara
síns Oddgeirs Kristjánssonar.
Vestmannaeyjum, í júlí 1958.
Þorsteinn Þ. Viglundsson.