Blik - 01.04.1959, Page 189
B L I K
187
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ TÝR
1921—1946.
Afmælisblað 1946.
35 bls. lesmál og myndir; 13 bls.
auglýsingar.
Hvorki greint frá ritstjórn né
prentsmiðju.
Byggðarsafnið á blaðið.
FORMANNAVÍSUR I.,
vertíðina 1950, eftir Oskar Kárason.
Vestmannaeyjum 1950, 77 for-
mannavísur m. m.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
Byggðarsafnið á vísurnar.
ÁGÚSTNÓTT
(1952).
Lag: O. Kristjánsson.
Ljóð: Árni úr Eyjum.
Byggðarsafnið á lagið.
DÆGURLÖG (5)
(1955),
eftir Oddgeir Kristjánsson.
Kvæðin eru eftir: Árna úr Eyj-
um (2), Ása í Bæ (2) og Sigurð Ein-
arsson (1).
Byggðarsafnið á lögin.
BLANDAÐIR ÁVEXTIR.
Sögur og ljóð eftir Unu Jónsdótt-
ur, Sólbrekku.
1956, 176 bls., 12 sögur og 198 ljóð.
Byggðarsafnið á ljóðabókina.
FORMANNAVÍSUR II.,
vertíðina 1956, eftir Óskar Kárason.
Vestmannaeyjum 1957, 108 for-
mannavísur og „endavísur“ ásamt
fæðingardegi og ári skipstjóranna.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
Byggðarsafnið á ljóðabókina.
FJALLIÐ HEILAGA.
Tímarit.
Útg.: Séra Halldór Kolbeins.
1. blað, 16 bls. 1955.
Prentsmiðjan Eyrún h.f.
2. blað 16. bls., 1957.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Byggðarsafnið á bæði heftin.
Skrá þessi er miðuð við áramótin
1957—1958.
Enn vantar bæklinga í safnið, svo
sem bæklinginn Á krossgötum.
Síðan í fyrra hefir Byggðarsafnið
eignazt mjög mikið af Eyjablöðum,
sem það átti ekki þá, svo sem allan
Skeggja, Skjöld, Fram, Eyjablaðið
allt, nokkuð af Þór, Kosningablaðið
1927, Heima, o. fl. o. fl. Þakka ég
öllum innilega, sem hér hafa lagt
hönd á plóginn. Svo sem Jóhann
Gunnar ðlafsson (Fréttir), Gísla J.
Johnsen (Skeggi), Sigurjón Sig'
urbjörnsson, ísleif Högnason, Þor-
stein Johnson, Oddgeir Kristjáns-
son, Guðjón Scheving, Pál Scheving
o. fl.
Sérstakar þakkir færum við gef-
anda þeim, sem gaf Byggðarsafninu
annað eintak af Skeggja, allan
Skjöld, Fram, nokkuð af Þór, Vik-
unni o. fl. Hann óskar ekki að láta
nafns síns getið. Hvorki á hann
hér heima né er Vestmannaeyingur,
en hann ann og skilur gildi söfn-
unarstarfsins til handa bæjarfélag-
inu, og þarna ruddi Blik okkur
brautir til þessara mikilsverðu
gjafa.
Enn skora ég á alla Vestmanna-
eyinga að leita vel hjá sér eftir
blöðum og bæ'klingum, sem hér
hafa komið út og öðru, sem á heima
á Byggðarsafni kaupstaðarins.
Ef allt gengur að óskum, mun
Blik birta síðar heildarskrá yfir-
Eyjablöðin, ritin og bæklingana, og
mun þeim þá raðað eftir stafrófi. En
áður viljum við hafa fullheimt allt.
Gerið svo vel að gefa Byggðar-
safninu Bláa ritið, S.O.S. og Nýtt
SO.S.
Sýnishorn af þeim bókmenntum á
einnig að geymast þar.
Þ. Þ. V.