Blik - 01.04.1959, Page 190
r
Isaár
/ Eyjum
Til þess að auka okkur skiln-
ing á lífsbaráttu þjóðarinnar frá
fyrstu tíð, er okkur brýn nauð-
syn að skyggnast í sögu veður-
fars og árferðis, þar sem ís-
lenzka þjóðin hefur ávallt átt
svo mjög afkomu sína undir
„sól og regni“, afkoma og líð-
an hennar verið mjög háð veð-
urfarinu og öðrum öflum nátt-
úrunnar hverju sinni.
Það leikur tæpast á tveim
tungum, að veðurfar hefur á
undanförnum áratugum farið
hlýnandi hér á landi. Eyðing
íslenzkra jökla er þar ef til vill
gleggsta sönnun leikmanninum.
Hafstraumar umhverfis landið
hafa að öllum líkindum breytzt
nokkuð íslenzku þjóðinni í vil.
Þann grun sannar ef til vill bezt
yfirlit um ísaárin frá öndverðu.
Vegna legu Eyjanna var hafís-
inn jafnan sjaldgæfur við Vest-
mannaeyjar, þó að hann væri
tíður vágestur við strendur ann-
arra landshluta.
Einangrun Eyjanna og Eyja-
búa olli því einnig, að annála-
ritararnir höfðu litlar og ó-
glöggar sögusagnir af lífi fólks-
ins þar úti í hafinu.
Frásagnir um ísrek við Eyjar
byggjast næstmn einvörðungu
á því, sem sást frá landi.
Hlytust hins vegar manntjón
eða skiptapar af ís við Eyjar
eða öðrum váöflum, þótti það
1 frásögur færandi, þó að seinna
yrði.
Þegar svo áraði, að hafís
hefti bjargræði Eyjabúa til
sjávarins, og fylgifiskur hans,
kuldinn, dró úr öllum gróanda
eða hnekkti honum, sat hnípið
fólk í Eyjum, matarlítið, klæð-
lítið og kalt, því að eldiviðar-
leysið svarf þar alltaf að, ekki
sízt á ísaárum.
Hér birtum við til f róðleiks og
glöggvunar lit yfir helztu ísa-
árin við Vestmannaeyjar eftir
þeim heimildum. sem tök eru á
að afla sér. Er þar mest stuðzt
við bók Þorvaldar Thoroddsens,
Árferði á Islandi í þúsund ár,
en höfundurinn hefur fært þar
saman í eitt frásagnir í annál-
um og árbókum um árferði á
íslandi og ísarek við strendur
landsins frá fyrstu tíð til upp-
hafs 20. aldar.
Á 13. öld taka annálar að
minnast á hafís við og við. Hans
er 6 sinnum getið í annálum frá
þeirri öld, 8 sinnum á 14. öld-
inni, aðeins tvívegis á 15. öld-
inni og 9 sinnum á 16. öld.