Blik - 01.04.1959, Síða 191
B L I K
189
Eftir því sem annálarnir fara
vaxandi og meira er ritað um
hendingar og hagi þjóðar, er
hafíss tiðar getið. Mest er hans
og oftast getið í annálum og
öðrum skrifum síðustu aldar,
enda þá blaðaútgáfa hafin og
með henni ný ritöld, sem verð-
ur upphaf þeirrar skriffinnsku-
aldar, er við nú lifum á.
Þorvaldur Thoroddsen telur
enga ástæðu til að ætla, að ísa-
ár hér á landi hafi ekki verið
jafn tíð fyrr á öldum eins og á
18. og 19. öld, þó að þeirra sé
eigi getið eins jafnaðarlega í
bókmenntum þjóðarinnar..
1320. Hafísar lágu umhverfis
ísland fram á mitt sumar. Skip-
tjón varð í ísnum fyrir Aust-
f jörðum og komust allir menn á
land heilir og lífs. Önnur tvö
skip braut í ísnum, annað við
Eyjar, hitt fyrir norðan Langa-
nes.
1321. Þetta ár einnig lágu ísar
kringum landið og má því ætla,
að ísinn hafi þá nálgast Eyjar
eða jafnvel umkringt þær.
1348. Þetta ár var frostavet-
ur svo mikill á landi hér, að
„freri sjóinn umhverfis landið“,
svo að ríða mátti af hverju an-
nesi og um alla f jörðu og flóa“..
Er þá og sennilegt, að ís hafi
legið við Eyjar.
1470. Þetta ár er ís sagður
liggja umhverfis land allt fram
á sumar.
1552. Séra Jón Egilss. grein-
ir frá því í ritum sínum, að á
öndverðum biskupsdögum Mar-
teins Einarssonar í Skálholti
hafi komið svo mikill hafís
syðra, að hann lá út á sæ meira
en viku sjávar og tók langt út
fyrir Þorlákshafnarnes. Hann
kom fyrir vertíðarlok um sum-
armál.
1605. ís lagðist að öllu Aust-
urlandi, rak allt um kring að
austan og sunnan „ofan fyrir
Grindavík“ um vertíðarlok.
1610. Þá kom hafís fyrir
sunnan, (líklega frá Austur-
landi), og var mikill selfengur
á; þá var björn unninn í Her-
dísarvík.
1615. Rak inn ís fyrir norð-
an land á Þorra og kringdi um
allt land. Hann rak ofan fyrir
Reykjanesröst og um Voga og
fyrir öll Suðurnes; engir mundu
ísrek skeð hafa sunnan fyrir
röst. Var þá seladráp á ísi um
Suðurnes. Hafís var svo mikill
fyrir sunnan, að ekki varð róið
fyrir sunnan skaga (Garð-
skaga?), og drukknuðu á hon-
um tveir menn er fóru að sela-
drápi. Þá brotnuðu hafskip víða
í ísi.
1639. ís við land allan vet-
urinn. Kom hann austan fyrir
landið og svo fyrir Suðumes.
Stóðu af honum mikil harðindi.
1694. Hafísar miklir komu
fyrir norðan og austan allt fyr-
ir Eyrarbakka og Vestmanna-
eyjar. Stóð af ísnum óáran