Blik - 01.04.1959, Side 192
190
B L I K
nyrðra, og þaðan fór ísinn ekki
fyrr en eftir alþing.
1695. Óvanalega miklir haf-
ísar. ís rak um veturinn upp að
Norðurlandi og lá hann fram
um þing. Norðan veður ráku
ísinn austurfyrir og svo suður.
Var hann kominn fyrir Þorláks-
höfn fyrir sumarmál. Sunnu-
daginn fyrstan í sumri (14.
apríl) rak hann fyrir Reykja-
nes og Garð og inn á fiskileiðir
Seltirninga og að lokum að
Hvalseyjum og í Hvítárós. Fór
hann inn á hverja vík. Hafði ís
ei komið fyrir Suðumes innan
80 ára.* Þótti því mörgum ný-
stárlegt og undram gegna um
komu hans. Þá mátti ganga á
ísum af Akranesi í Hólmakaup-
stað (Reykjavík), og var ísinn
á Faxaflóa fram um vertíðarlok
rúmlega. Braut hann skip und-
an 6 mönnum fyrir Garði, en
þeir gengu allir til lands. Litlu
dftir vertíðarlok urðu frakk-
neskir hvalveiðimenn að ganga
af skipi sínu í ísi fyrir Reykja-
nesi; 8 skozkum mönnum var
bjargað af ísjaka í Vestmanna-
eyjum. Höfðu franskir víkingar
rænt þá, flett þá klæðum og lát-
ið þá svo út á ísinn allslausa.
Nyrðra sást eigi út yfir ísinn
af hæstu f jöllum. Syðra sást út
fyrir hann og kaupskipin fyrir
utan, sem hvergi komust að
landi, og eigi varð heldur kom-
* Hér virðist gleymast árið 1639.
(Þ.Þ.V.)
izt til þeirra. Komust menn í
mikla þröng af siglingarleysinu,
því að flest vantaði, er á þurfti
að halda, kornvöru, járn, timb-
ur og veiðarfæri.
1705. Mánudaginn á miðri
góu rak inn hafís fyrir norðan
land. Lá hann fyrir Vestfjörð-
um, Norðurlandi og Austurlandi
allt íram að Jónsmessu. Isinn
rak austur fyrir land allt að
Landeyjum og hrakti hann þá
burt aftur. Hinn 7. maí viar
hann kominn fyrir Eyjafjöll.
1745. Hafís var þá fyrir öllu
Norðurlandi og rak inn á hvem
fjörð, og nálega komu ísar
kring um allt land. Hafís rak þá
einnig fyrir Suðurland.
1756. Þá rak inn hafís á ein-
mánuði fyrir öllu Norðurlandi,
inn á hvern fjörð, og fyrir allt
Austurland og suður til Vest-
mannaeyja. Hann hindraði allar
skipagöngur og fór eigi frá
landi fyrr en 25. ágúst.
1759. Mikill ís við Norðurland
og hafís rak niður með Suður-
landi undir Vestmannaeyjar.
1817. Þann vetur var mikill
ís fyrir austan og vestan. Haf-
íshroða rak þá að austan út fyr-
ir Eyjaf jöll og Vestmannaeyjar.
1821. Mest allt sumarið var
ísinn að hrekjast fyrir Aust-
fjörðum, unz hann rak burt í
norðanstormi 20. ágúst, rak
suður á bóginn og sást frá Vest-
mannaeyjum.
1826. Það ár var einkennilegt