Blik - 01.04.1959, Side 193
B L I K
191
ísrek fyrir Suðurlandi. Hinn 26.
maí sáust frá Vestmannaeyjum
í hægu og heiðskíru veðri haf-
þök af ís, sem rak með 3-4 mílna
ferð frá Dyrhólaey vestur með
landi til Eyjanna. Þegar ísinn
náði Elliðaey og Bjarnarey,
stóðu nokkrir jakar grunn fyrir
austan og suðaustan þær og
stórir fjalljakar staðnæmdust
fyrir sunnan Bjarnarey á 60
faðma dýpi. ísinn þakti gjör-
samlega sundið milli lands og
eyja, en ekki var hægt að sjá
út yfir þann ís, er rak fyrir
sunnan Vestmannaeyjar, svo
langt náði hann til hafs. Þetta
ísrek var 4-5 klukkustundir að
fara fram hjá eyjunum. Meðan
á ísrekinu stóð, var svo kalt í
Vestmannaeyjum, að varla var
hægt að bræða hélu af gluggum,
þó að lagt væri í ofna.
1835. Isinn komst snemma
austur fyrir og rak í maímán-
uði suður með landi allt út í
Grindavík, og á fjórðu viku í
sumri fyllti hann sundið milli
Eyjafjalla og Vestmannaeyja,
svo að þar sá hvergi í auðan
sjó.
1840. Seint í janúar lá ís land-
fastur við Norðurland. Stöðugir
vestanvindar voru allan marz-
mánuð og lónaði þá ísinn austur
með landinu ,,og hafði viðlíka
ferð eins og siglandi bátur í
hægmn byr“, eins og skráð er
í skrifum frá þeim tíma.
Um vorið kom ísinn upp að
Suðurlandsundirlendi allt suður
að Reykjanesi og lá þar rúman
hálfan mánuð, en rak svo suð-
austur í haf. Einstakir jakar
sáust þá líka við Suðurland allt
til Vestmannaeyja.
1859. Skip, sem sigla skyldi
til Austfjarða um vorið, mætti
hafís miðleiðis milli Færeyja og
Islands, og íshroða rak fram
hjá Dyrhólaey og suður með
Reykjanesi.
1881. Mikill ísavetur og hinn
mesti frostavetur. Þá lagði ísa
norðan að öllu landinu á svæðinu
frá Látrabjargi, norður, austur
og suður að Eyrarbakka. Haf-
ísinn hafiði kojmið upp undir
Norðurland í lok nóvembermán-
aðar árinu áður, og varð hann
um jólin landfastur við Vest-
firði norðan til og við Strandir,
rak þar inn á hvern fjörð og
voru hafþök fyrir utan.
Þegar í miðjum janúar var
ísinn kominn fyrir Múlasýslur
og 17. jan. á Berufjörð.
Hafísinn rak líka fyrir
Skaftafellssýslur og var kom-
inn fyrir Hornafjörð 19. jan.
Fyrir Meðalland rak fyrsta ís-
hraflið um janúarlok, en síðan
kom hella mikil, sem ekki sást
út fyrir. Náði ísbreiða þessi út
á 30-40 faðma dýpi fyrir Meðal-
landi og stóð þar við í viku.
I góubyrjun var ísinn farinn
frá Skaftafellssýslum, rekinn
vestur með, fyllti um tíma fló-
ann fyrir Eyrarbakka og rak