Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 19 Ritrýnd grein / Peer reviewed 4. mynd. Súla á hreiðri á Langakambi undir Hælavíkurbjargi í friðlandi Hornstranda árið 2016. – Northern Gannet on a nest at Langi- kambur at Hælavíkurbjarg bird cliff, Horn- strandir Nature Reserve (NW-Iceland) in 2016. Ljósm./Photo: Klaus Kiesewetter 25.5. 2016. Árið 2019 Fyrsta athugun þetta ár er frá 8. apríl. Þá sátu tvær súlur yst á Langakambi en ekki er vitað með hreiður (CG og YK). Þegar einn höfunda (CG) var á ferðinni á Langakambi 27. júní var þar hreiður að sjá (6. mynd). Stök súla sat á staðnum. Hreiðrið var mun betur úr garði gert en árið áður en ekkert egg í því sem fyrri ár. Þennan sama dag aðstoðaði Ester Rut Unnsteinsdóttir við fuglatalningar og kom þá að hreiðrinu en var annars við rannsóknir á refum á svæðinu.18 Sem áður er ekki vitað hvort fugl- arnir urpu þetta ár. Súlur virðast samt hafa haldið tryggð við hreiðurstaðinn á Langakambi því enn á ný sáust þrjár súlur á staðnum 23. ágúst (Kristín Jón- asdóttir, munnl. uppl. 23.8. 2019) eða jafnmargar og sáust sumarið áður. Árið 2020 Fyrsta athugun þessa árs er frá 1. júní þegar Charla J. Basran (munnl. uppl. 2020) sá staka súlu standa á hreiðri yst á Langakambi, á sama stað og súlur höfðu sést árin áður (8. mynd). Eins og fyrri ár fór einn höfunda (CG) til fuglavöktunar á Hornströndum um mánaðamótin júní-júlí. Þá var einnig aðeins einn fugl yst á Langakambi, 2. júlí, og enn sem fyrr ekkert egg né ungi í hreiðrinu (6. mynd). Sömu sögu segja Kristín Jónasdóttir landvörður og Ester Rut Unnsteinsdóttir sem sáu einungis einn fugl á hreiðurstaðnum þetta sumar (munnl. uppl. 2020). UMRÆÐA Súlur á Hornströndum Eins og annars staðar við Ísland sjást súlur á flugi öðru hverju út af Horn- ströndum og hafa gert lengi.21–22 Undan- farna áratugi hefur íslenski súlustofn- inn verið að stækka og voru alls í honum 37.216 pör árin 2013–14.5 Þótt sumar súlubyggðir geti enn stækkað miðað við hentugt landrými á varpstað virðist land vera orðið fullnýtt í stærstu íslensku byggðinni, í Eldey undan Reykjanes- 5. mynd. Langikambur í Hornstrandafriðlandi, fallegur berggangur sem teygir sig um 230 m þvert út frá landinu. Stök súla situr á ystu nöf en sést illa enda myndin tekin úr nokkurri fjarlægð. – Langikambur at Hornstrandir Nature Reserve (NW-Iceland), a beautiful dyke protruding about 230 m out from the mainland. A single Northern Gannet can be vaguely seen (due to distance) at the end of the dyke. Ljósm./ Photo: Cristian Gallo, 3.7. 2017.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.