Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
19
Ritrýnd grein / Peer reviewed
4. mynd. Súla á hreiðri á Langakambi undir
Hælavíkurbjargi í friðlandi Hornstranda árið
2016. – Northern Gannet on a nest at Langi-
kambur at Hælavíkurbjarg bird cliff, Horn-
strandir Nature Reserve (NW-Iceland) in 2016.
Ljósm./Photo: Klaus Kiesewetter 25.5. 2016.
Árið 2019
Fyrsta athugun þetta ár er frá 8. apríl.
Þá sátu tvær súlur yst á Langakambi en
ekki er vitað með hreiður (CG og YK).
Þegar einn höfunda (CG) var á
ferðinni á Langakambi 27. júní var þar
hreiður að sjá (6. mynd). Stök súla sat
á staðnum. Hreiðrið var mun betur úr
garði gert en árið áður en ekkert egg
í því sem fyrri ár. Þennan sama dag
aðstoðaði Ester Rut Unnsteinsdóttir við
fuglatalningar og kom þá að hreiðrinu
en var annars við rannsóknir á refum
á svæðinu.18
Sem áður er ekki vitað hvort fugl-
arnir urpu þetta ár. Súlur virðast samt
hafa haldið tryggð við hreiðurstaðinn
á Langakambi því enn á ný sáust þrjár
súlur á staðnum 23. ágúst (Kristín Jón-
asdóttir, munnl. uppl. 23.8. 2019) eða
jafnmargar og sáust sumarið áður.
Árið 2020
Fyrsta athugun þessa árs er frá 1. júní
þegar Charla J. Basran (munnl. uppl.
2020) sá staka súlu standa á hreiðri
yst á Langakambi, á sama stað og súlur
höfðu sést árin áður (8. mynd). Eins
og fyrri ár fór einn höfunda (CG) til
fuglavöktunar á Hornströndum um
mánaðamótin júní-júlí. Þá var einnig
aðeins einn fugl yst á Langakambi,
2. júlí, og enn sem fyrr ekkert egg né
ungi í hreiðrinu (6. mynd). Sömu sögu
segja Kristín Jónasdóttir landvörður
og Ester Rut Unnsteinsdóttir sem sáu
einungis einn fugl á hreiðurstaðnum
þetta sumar (munnl. uppl. 2020).
UMRÆÐA
Súlur á Hornströndum
Eins og annars staðar við Ísland sjást
súlur á flugi öðru hverju út af Horn-
ströndum og hafa gert lengi.21–22 Undan-
farna áratugi hefur íslenski súlustofn-
inn verið að stækka og voru alls í honum
37.216 pör árin 2013–14.5 Þótt sumar
súlubyggðir geti enn stækkað miðað við
hentugt landrými á varpstað virðist land
vera orðið fullnýtt í stærstu íslensku
byggðinni, í Eldey undan Reykjanes-
5. mynd. Langikambur í Hornstrandafriðlandi,
fallegur berggangur sem teygir sig um 230 m
þvert út frá landinu. Stök súla situr á ystu nöf en
sést illa enda myndin tekin úr nokkurri fjarlægð.
– Langikambur at Hornstrandir Nature Reserve
(NW-Iceland), a beautiful dyke protruding
about 230 m out from the mainland. A single
Northern Gannet can be vaguely seen (due
to distance) at the end of the dyke. Ljósm./
Photo: Cristian Gallo, 3.7. 2017.