Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn
12
Ritrýnd grein / Peer reviewed
60°
62°
64°
66°
68°
70°
−50° −40° −30° −20° −10°
Lengdargráða / Longitude
B
re
id
d
ar
g
rá
ð
a
/
L
at
it
u
d
e
eyjarhrygg í mars 2019 er meðal annars
ætlað að kanna hvort þorskur sem kom-
inn er svo langt norður fyrir land færi
sig yfir til Jan Mayen.
Niðurstöður merkinga við Græn-
land benda til þess að á hverju ári gangi
þorskur af Grænlandsmiðum á Íslands-
mið. Hinn 23. mars 1927 gerðist það
fyrst að þorskur merktur við Grænland
veiddist á Íslandsmiðum.44 Þetta þóttu
óvænt tíðindi og í framhaldinu voru
fleiri þorskar merktir, bæði við Ísland
og Grænland, til að kanna betur tengslin
á milli þessara hafsvæða. Töluverður
fjöldi þorska sem merktir voru við
Grænland á árunum 1924 til 1933 fór yfir
að Íslandi. Af 7.064 merktum þorskum
endurheimtust 296 þorskar, þar af 137
við Ísland en 159 við Grænland.44 Til
ársins 1952 voru 25.073 þorskar merktir
við Grænland og veiddust 27,4% endur-
heimtra við Ísland.45 Frá árinu 1991 til
2021 endurheimtust við Ísland rúmlega
200 þorskar sem voru merktir við Græn-
land (10. mynd). Flestir endurheimtust
þeir við Suðvesturland, við Vesturland
og úti af Vestfjörðum en aðeins örfáir
á svæðinu frá Eyjafirði austur um að
Vestmannaeyjum.
Þorskur sem er merktur við Græn-
land og endurheimtist við Ísland er að
öllum líkindum upprunninn við Ísland.
Þorsklirfur berast með straumum frá
hrygningarsvæðum við Suðvesturland
á uppeldissvæði fyrir norðan land. Hluti
lirfnanna getur þó borist með straumum
til Grænlands en misjafnt er milli ára
hvort og þá hve mikið berst til Græn-
lands. Sá hluti sem lifir af elst upp við
Grænland en þegar kynþroska er náð
fara þessir þorskar aftur til Íslands
að hrygna.46 Líkt og þorskur sem elst
upp fyrir norðan þá gengur þorskur
frá Grænlandi á móti straumi langar
vegalengdir til að komast á hrygningar-
svæðið, í þessu tilviki yfir 1.000 km.46
Í gegnum tíðina hafa þorskveiðar
á Íslandsmiðum aukist mjög í kjölfar
Fiskifræðingar geta aðeins unnið úr merkingargögnum ef fiskar
endurheimtast, og skil á merkjum eru því forsenda þessara rann-
sókna. Sjómenn og starfsfólk í fiskvinnslu hafa verið öflugir liðs-
menn í merkingarverkefnum og er þátttaka þeirra ómetanleg.
Þeir sem finna merktan fisk eru beðnir að senda merkin til Hafrann-
sóknastofnunar. Hægt er að senda fiskinn í heilu lagi eða fjarlægja
bæði merki og kvarnir úr honum og senda. Upplýsingar þurfa að
fylgja um hnit, veiðistað, dýpi, dagsetningu og tegund veiðarfæris.
Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar um lengd fisksins, kyn, kyn-
þroska og að kvarnir séu fjarlægðar. Mikilvægt er að kvarnirnar fylgi
merkinu í sendingunni. Ekki má heldur gleyma að senda með upp-
Merkingardauði. Alltaf drepst eitthvað af fiski í sjálfu veiðiferlinu.
Því dýpra sem fiskurinn veiðist og því meiri hitamunur sem er milli
botns og yfirborðs sjávar, þeim mun erfiðara er fyrir fiskinn að lifa af
ferðina um borð í skipið. Að sama skapi er merkingardauði yfirleitt
meiri á sumrin þegar munur er meiri á hitastigi milli botns og yfir-
borðs48 og hækkun hitastigs veldur aukinni súrefnisþörf.49 Einhver
merkingardauði er óumflýjanlegur, jafnvel þótt reynt sé að fara eins
varlega og hægt er. Veiðarfæri eru hífð hægt um borð í skipið til að
fiskarnir aðlagist betur breytingum á dýpi. Reynt er að setja fiska
strax í sjókör eftir að þeir eru komnir um borð og þeim leyft að jafna
sig áður en þeir eru merktir. Aðeins þeir sem virðast í góðu ásig-
komulagi eru merktir og þeim sleppt. Tilraunir hafa sýnt um 12%
merkingardauða þorsks eftir merkingu með hefðbundnum merkj-
um.50 Mikil hætta er á að slappir smáfiskar verði étnir fljótlega eftir
merkingu, sérstaklega ef mikið er af stærri fiskum á svæðinu.51
Náttúruleg afföll. Fiskar sem lifa af merkinguna geta drepist síðar
af náttúrulegum orsökum, bæði vegna líffræðilegra þátta, svo sem
afráns, fæðuskorts, sjúkdóma og/eða sníkjudýra, eða ólífrænna
þátta, svo sem hitastigs, seltu eða strauma.36 Náttúrulegur dauði
minnkar eftir því sem fiskarnir stækka og áhrif ólífrænna þátta eru
líklega óverulegri eftir því sem fiskarnir eru stærri. Með fjölbreyttari
fæðu verða líkur á fæðuskorti minni þegar einstaklingar stækka.19,21
ENDURHEIMTUR
Merkjatap. Sýnt hefur verið fram á að um 10% merkja, hvort sem
um slöngu- eða rafeindamerki er að ræða, geti tapast árlega.7
Einnig hafa tvímerkingar á þorski, þar sem hver þorskur var merkt-
ur með rafeindamerki og slöngumerki, bent til þess að árlega tapist
um 15–18% slöngumerkja fyrstu tvö til þrjú árin eftir merkingu.6
Sýnileiki merkja. Þrátt fyrir tvímerkingu er ekki víst að sjómenn taki
eftir merktum fiski í afla. Í þorskmerkingartilraun á árunum 2005–
2007 í Arnarfirði komu 80% endurheimtra merkja frá sjómönnum
og 20% frá fiskvinnslufólki.7 Ljóst er því að töluvert af merktum fiski
fer framhjá sjómönnum þegar þeir meðhöndla fiskinn. Þegar fiskur
er slægður er erfitt að taka ekki eftir rafeindamerki sem er í kvið-
arholinu. Hins vegar eru slöngumerki baklæg á fiskinum og ekki
alltaf vel sýnileg þegar hann liggur á hliðinni. Tvímerkingar eiga að
auka sjáanleika merkjanna þar sem merki á þá að sjást sama á
hvorri hliðinni fiskurinn liggur.
Merkjum ekki skilað. Þótt búið sé að finna merki og taka frá, þá
gleymist stundum að senda þau til Hafrannsóknastofnunar og þau
geta dagað uppi hjá finnandanum. Þetta er bagalegt af því að skil
merkja eru einn mikilvægasti þáttur merkinganna og hvert endurheimt
merki skiptir máli fyrir niðurstöður rannsóknanna. Ekki er vitað hve
hátt hlutfall endurheimtra merkja skilar sér til Hafrannsóknastofnunar.
lýsingar um þann sem sendir merkið. Hafrannsóknastofnun greiðir
2.000 krónur fyrir skil hvers hefðbundins slöngumerkis og 10.000
krónur fyrir rafeindamerki.
Aðeins hluti merkjanna endurheimtist og því er mikilvægt að merkja
marga einstaklinga. Aldur við merkingu hefur áhrif á endurheimtur
– því yngri sem fiskurinn er þegar hann er merktur þeim mun lengur
má gera ráð fyrir að hann endist í stofninum og þar með skila endur-
heimtur sér yfir lengra tímabil. Að meðaltali má gera ráð fyrir að um
það bil 13–16% af þeim merkjum sem fara í sjó endurheimtist.
Nokkrar ástæður eru fyrir því að fiskar og merki skila sér ekki: