Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 13 Ritrýnd grein / Peer reviewed 60° 62° 64° 66° 68° 70° −50° −40° −30° −20° −10° Lengdargráða / Longitude B re id d ar g rá ð a / L at it u d e 10. mynd. Endurheimtur við Ísland úr merkingum við Grænland á árun- um 1991–2016. Bláir punktar tákna endurheimtur á hrygningartíma (mars-maí), rauðir á fæðutíma (júní- febrúar) en grænir tákna að endur- heimtumánuður er óþekktur. Svartir punktar sýna merkingarstaðina. 100 og 500 m dýptarlínur eru sýndar. – Recaptures in Icelandic waters from taggings in Greenlandic waters in 1991–2016. Blue points are recaptures at spawning time (March-May), red at feeding time (June-February) and green where month of recapture is unknown. Black points are tagging locations. Depth contours at 100 and 500 m. stórra Grænlandsgangna. Þetta gerðist um 1930 þegar 1922- og 1924- árgangarnir héldu uppi veiðunum og aftur á árunum 1948–1960 þegar árgangar frá 1943, 1945 og 1950 voru áberandi í aflanum.5 Minna framlag af þorski af Grænlands- miðum á árunum 1960–2000 mátti rekja til breyttra umhverfisskilyrða og/eða lítils hrygningarstofns við Ísland, en almennt er talið að með stærri hrygn- ingarstofni aukist líkur á reki þorsklirfna til Grænlands. LOKAORÐ Merkingar hafa veitt mikilvægar upp- lýsingar um atferli og far þorsks við Ísland í rúma eina öld. Reglulegar merkingar er liður í vöktun á göngum og atferli þorsks en huga þarf að því að merkja þorsk á mismunandi svæðum og tíma árs til að fá sem víðtækastar upplýsingar um göngumynstrið. Niður- stöður úr merkingum hafa sýnt ákveðin göngumynstur hjá íslenska þorskinum á síðustu öld en fyrstu niðurstöður úr merkingunum árið 2019 benda til að þorskur gangi meira norður fyrir land en áður. Þetta sýnir að mikilvægt er að fylgjast reglulega með göngu- mynstri þorsks. Þróun rafeindamerkja seint á síð- ustu öld var mjög mikilvæg og opnuðu merkin á ýmsa möguleika í rannsóknum á atferli þorsks og annarra fiskitegunda. Mikill kraftur var í rafeindamerkingum til ársins 2004 og skiluðu þær mikil- vægum niðurstöðum um atferli þorsks en síðan hefur þorskur ekki verið raf- eindamerktur við Ísland. Á síðustu árum hafa rafeindamerki þróast enn frekar og mæla nú líka seltu, halla, átt og hjartslátt. Með hjartsláttarmælingum er meðal annars hægt að meta áhrif utan- aðkomandi þátta sem geta valdið streitu, svo sem samspil bráðar og afræningja. Í ljósi þess að ástand sjávar við landið breytist ört og breytingar séu að verða í göngumynstri fisksins er mikilvægt að hefja aftur atferlisrannsóknir á þorski. Nauðsynlegt er að auka þekkingu okkar á mismunandi atferlisgerðum þorsks. Enn er lítið vitað um hlutfall þeirra á tilteknum svæðum og árstíma. Til að fá um það upplýsingar þyrfti að vera hægt að greina á milli atferlis- gerða með öðrum og ódýrari aðferðum en nú þegar eina örugga leiðin til aðgreiningar er að skoða hitastigs- og dýpisferla úr rafeindamerkjum. Vegna kostnaðar og fæðar fiska sem merktir eru með rafeindamerkjum eru gögnin takmörkuð og nýtast varla í þessum tilgangi. Aðferðir, svo sem erfðafræði- legar aðferðir47 og athugun á lögun kvarna,25 benda til að greina megi á milli atferlisgerða þótt þær aðferðir gefi ekki eins áreiðanlegar upplýsingar og rafeindamerkingar. Skoða þarf betur möguleikann á að nýta aðferðirnar í þessum tilgangi. SUMMARY Migration and behaviour of Icelandic cod Tagging studies have been used to study migration of Icelandic cod since 1904. Results from data storage tags (DSTs) have revealed two different behaviour patterns, coastal cod that mainly inhabits coastal waters shal- lower than 200 m and frontal cod migrating to offshore frontal areas during the feeding period where it shows frequent changes in temperature and depth. Cod is found all around Iceland and it migrates substantial distances within Icelandic waters. Tagging conducted in 1948–1986 indicated that after spawning off the south-west coast, cod migrated north to the feeding grounds, mainly along the west coast but also the east coast. However, not all indi- viduals follow this pattern. Cod shows high fidelity to the spawning grounds and there is low spatial overlap among a number of spawning components around Iceland. Cod tagged around Iceland is rarely recaptured outside Icelandic waters, whereas cod tagged off Greenland fre- quently migrate to Iceland. Cod eggs and larvae drift with currents from Ice- land to Greenland and when they have reached maturity, they show fidelity towards Icelandic spawning grounds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.