Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 11 Ritrýnd grein / Peer reviewed að meta með dýpisferlum rafeinda- merkja þegar þorskur er nógu lengi (nokkra klukkutíma) nálægt botninum til að greina megi sjávarföll í dýpisferl- inum. Dýpisferlar merkjanna eru bornir saman við sjávarfallalíkan þar sem búið er að kortleggja landgrunnið með tilliti til sjávarfalla í tíma og rúmi. Að teknu tilliti til dýpis og fjarlægðar frá síð- asta stað8,34 er fundin út líklegasta stað- setning þorsksins. Þorskur hrygnir í mars-maí hér við land. Þá koma báðar atferlisgerðirnar á grunnslóð til að hrygna og þá jafn- vel á sömu hrygningarsvæði þótt þær haldist aðskildar innan svæðanna.35 Ef rafeindamerki eru nógu lengi í sjó er hægt að sjá hvenær þorskurinn kemur til hrygningar og hvenær henni lýkur. Tíminn á hrygningarsvæðinu er vel skilgreindur í rafeindamerkjunum þar sem fiskurinn breytir um hegðun og heldur sig á svipuðu dýpi í nokkurn tíma á meðan á hrygningu stendur (5. mynd). Niðurstöður rafeindamerkja hafa einnig sýnt að þorskur getur sleppt úr hrygningu11 en það gerir hann meðal annars ef hann vantar orkuforða til að framleiða hrogn eða svil.36 Göngur ungþorsks hafa minna verið rannsakaðar en göngur kynþroska þorsks. Helstu uppeldissvæði þorsks við Ísland eru á grunnsvæði og inni á fjörðum26 og er þéttleiki þorskseiða oft mikill á fjörðum vestan- og norðanlands á haustin.37 Eldri þorskur leitar utar og dýpra og því eru uppeldissvæðin að ein- hverju leyti aðskilin búsvæðum eldri þorsks. Rannsóknir benda til að þorskur sé nokkuð staðbundinn meðan hann er ókynþroska en þegar kynþroska er náð fari hann af uppeldissvæðum á hrygn- ingarsvæði.38–40 Far frá uppeldissvæði á hrygningarsvæði var þó breytilegt sam- kvæmt rannsóknunum, en þorskur í Húnaflóa færði sig fremur yfir á hrygn- ingarsvæði úti af Suðvesturlandi en þorskur í Breiðafirði, sem hélt sig frekar nær Breiðafirði. Þorskur í Húnaflóa synti því langa vegalengd á móti straumi á hrygningarsvæðið. FYRSTU NIÐURSTÖÐUR ÚR MERKINGUM ÁRIÐ 2019 Nýjustu merkingar sýna að margir þorskar sem merktir voru í mars 2019 á Vestfjarðamiðum endurheimtust á Kolbeinseyjarhrygg á fæðuöflunar- tíma og einnig leituðu þeir austur með Norðurlandi (9. mynd). Þetta stangast á við niðurstöður úr fyrri rannsóknum sem bentu til þess að takmarkaður sam- gangur væri á milli norðvestur- og norð- austurmiða.41 Fréttir frá sjómönnum herma að erfiðlega hafi gengið að veiða þorsk á hefðbundnum slóðum á Vestfjarðamiðum seinni hluta áranna 2019 og 2020 og er það í samræmi við niðurstöðu merkinganna, sem benda til að þorskur hafi að hluta fært sig af hefðbundinni fæðuslóð fyrir norð- vestan land yfir á nyrðri slóðir. Þessar niðurstöður gætu bent til að far þorsks við Ísland sé að breytast. Hvort það er tímabundið er erfitt að segja til um. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að mikil- vægt er að stunda merkingar reglulega þannig að hægt sé að fylgjast með breyt- ingum á fari þorsksins. FAR Á ÖNNUR HAFSVÆÐI Þótt þorskur merktur hér við land endurheimtist sjaldan utan íslenskrar lögsögu gætir tengsla við aðliggjandi svæði. Á árunum 1924–1939 voru 8.424 þorskar merktir við Ísland og endur- heimtust rúmlega 1.000 þeirra, þar af 19 við Grænland.42 Árin 1948–1986 voru tæplega 85 þúsund þorskar merktir við Ísland og aðeins 38 af um 11 þúsund endurheimtum fengust á öðrum haf- svæðum (18 við A.-Grænland/Dohrn- banka, 4 við V.-Grænland, 6 við Fær- eyjar, 3 í Norðursjó og 7 við Noreg).5 Frá árinu 1991 til 2021 hefur þorskur sem merktur var við Ísland ekki endur- heimst við Grænland. Nokkrir hafa verið endurheimtir á Íslands-Færeyja- hrygg og einn við Færeyjar á fæðutíma (7. mynd). Árið 2018 veiddist hrygnandi þorskur við Jan Mayen en lítið hefur verið um hrygnandi þorsk á því svæði. Rann- sóknir Norðmanna á erfðaefni úr afla bentu til að hluti hans væri kominn frá Íslandi.43 Einhver samgangur virð- ist vera á milli Íslands og Jan Mayens. Þrír þorskar sem merktir voru við Jan Mayen árið 1930 endurheimtust við Ísland (við Norðurland og Vest- mannaeyjar).44 Merkingum á Kolbeins- Lengdargráða / Longitude Lengdargráða / Longitude 63° 64° 65° 66° 67° 63° 64° 65° 66° 67° 27° 24° 21° 18° 15° 12°27° 24° 21° 18° 15° 12° Mars–maí Mars−maí Júní−febrúar Júní−febrúar A) B) C) D) B re id d ar g rá ð a / L at it u d e B re id d ar g rá ð a / L at it u d e Lengdargráða / Longitude Lengdargráða / Longitude Merkingarstaðir / Tagging locations Endurheimtustaðir / Recapture locations B re id d ar g rá ð a / L at it u d e 62° 64° 66° 68° 62° 64° 66° 68° −25° −20° −15° −10° −5° −25° −20° −15° −10° −5° 63° 64° 65° 66° 67° 68° −24° −20° −16° −12° Lengdargráða / Longitude B re id d ar g rá ð a / L at it u d e 9. mynd. Endurheimtur úr merkingum árið 2019. Bláir punktar sýna endurheimtur á hrygningartíma (mars-maí), rauðir á fæðutíma (júní- febrúar) en grænir tákna að endurheimtumánuður er óþekktur. Svartir punktar eru merkingarstaðir. Brotalínur sýna stystu leið á milli merkingarstaðar og staðarins þar sem fiskurinn endurheimtist. – Recaptures from tagging in 2019. Blue points are recaptures at spawning time (March-May), red points during feeding time (June- February) and green where month of recapture is unknown. Black points are tagging locations. Broken lines show the shortest distance between tagging and recapture locations.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.