Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 50 Ritrýnd grein / Peer reviewed ÆÐARFUGL OG FUGLAKÓLERA Fyrstu þekktu sjúkdómshrinur í æðar- vörpum urðu á sjöunda áratug 20. aldar í Québec- og Maine-fylkjum á norðaust- urströnd Norður-Ameríku.24,25 Aðrir þekktir smitstaðir fuglakóleru í æðar- vörpum erlendis eru við Kattegat og á Sjálandi í Danmörku,11,16,26 Gotlandi í Svíþjóð27 og Mitivik-eyju í East Bay við Southampton-eyju í Kanada, norður af Hudson-flóa (3. mynd).28–32 Þá fundust nokkrir æðarfuglar meðal 912 dauðra fugla í fyrstu þekktu sjúkdómshrinunni í Alaska í nóvember 2013.33 Fyrstu staðfestu tilfelli fuglakóleru í Evrópu voru í æðarvörpum, í Hollandi 198534 og Danmörku 1996.11,16 Fugla- kóleran barst til Svíþjóðar 1998 og féllu æðarfuglar, máfar (Larus spp.), helsingjar (Branta leucopsis) og lang- víur (Uuria aalge).27 Nokkur æðarvörp í Danmörku urðu illa úti 1996 (dánar- tölur 35–95% af varppörum ár hvert) en vægari sjúkdómshrinur urðu 2001, 2003, 2008 og 2009.11,16,26 Danskar rann- sóknir á merktum fuglum sýndu að lífslíkur æðarkollna lækkuðu um 14% í kóleruárum.26 Í Svíþjóð komust Öster- blom o.fl.27 að svipuðum niðurstöðum með merktar langvíur í varpi þar sem sjúkdómurinn var staðfestur í dauðum fuglum: Lífslíkur merktu fuglana lækk- uðu árið eftir sjúkdómshrinuna (79%) en náðu aftur fyrri gildum (90–95%) tveimur árum síðar. Æðarfuglar eru langlíf fuglategund (verða 16–25 ára) sem verpur einu sinni á ári. Æðarkollur eru almennt tryggar varpstöðum sínum þótt hreiðrið fær- ist til um nokkra metra milli ára.35 Kollurnar byggja upp næringarforða fyrir varp (þyngjast um u.þ.b. 20%), sjá einar um áleguna, éta yfirleitt ekki á varptíma og léttast á álegu um 30–40% af þyngd við upphaf varps.28 Þær verpa 2–6 eggjum og er fjöldi eggja hjá einstaklingum tengdur bæði líkamsá- standi og varptíma, þ.e. þær sem verpa fyrstar eru allajafna í góðu ástandi og verpa fleiri eggjum en hinar. Breytileiki í varpdagsetningu er almennt mikill, 40–45 dagar milli einstaklinga. Erfitt er að meta stofnstærð æðarfugla því að þeir verpa dreift í mörgum misstórum æðarvörpum og hafa vetursetu víða.36 Kollurnar er þó hægt að rannsaka á varptíma með föngun, merkingu, sýnatöku og mælingum, og þær svara streituvöldum á borð við fuglakóleru oftast með mælanlegum breytingum. Ónæmissvörun einstaklinga hefur áhrif á þol þeirra gagnvart sjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á tengsl ónæm- issvörunar og líkamsástands æðarkollna á álegu.37 Heilbrigt ónæmiskerfi er sér- staklega mikilvægt langlífri tegund eins og æðarfugli því að sýkingar geta dregið úr æxlunarárangri einstakling- anna til frambúðar.38 Æðarkollur með lítinn næringarforða í upphafi álegu sýndu frekar en aðrar merki um hindr- aða ónæmissvörun (þ.e. lítinn fjölda eitilfrumna seint á álegu) og aukin streituviðbrögð (aukið hlutfall marg- sækinna hvítfrumna á móti eitilfrumum seint á álegunni).38 Fasta æðarkollna á álegu getur hindrað ónæmissvörun ef varp eða álega reynist líkamlega krefj- andi fyrir einstaklinginn.37 Síðustu áratugi hefur þetta verið rannsakað með blóðsýnatökum þar sem mæld eru stresshormón (t.d. kortikosterón) og streituviðbragð með hlutfalli hvít- frumna og eitilfruma.32,37 Loks er rétt að gæta þess að þéttleiki í æðarvörpum er breytilegur, allt frá 0,8 til 250 hreiðra á hektara, og í þéttustu 3. mynd. Útbreiðslukort æðarfugls (rautt = varpstöðvar; grænt = vetrarstöðvar) og þekkt- ustu sjúkdómshrinur fuglakóleru í æðarvörp- um. Ártölin sýna fyrstu skráðu sjúkdómshrinu. Gul tákn sýna sjúkdómshrinur á varptíma en rautt tákn sýnir sjúkdómshrinu uppgötvað- aða að vetrarlagi. – Range map of common eider (red = breeding and green = wintering) and the well known avian cholera outbreaks thus far, along with year of occurence. Yel- low symbols show outbreaks during breed- ing season whereas a red symbol indicates a winter outbreak. 1963 – Isle Blanche 1964 – Maine 1985 – Holland 1996 – Danmörk 1998 – Svíþjóð 2005 – East Bay 2004 – Cape Ungava 2013 – Berings-sund 2018 – Hraun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.