Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn 72 ófrávíkjanlegt skilyrði, þ.e. að skipa saman í einn hóp öllum þeim tegundum, og aðeins þeim, sem eru afkomendur sameiginlegs forvera. Svonefndir marg- klasa og vanklasa hópar (e. polyphy- letic groups, paraphyletic groups), sem innihalda aðeins suma en ekki allir afkomendur einnar sameiginlegrar upprunategundar, eru því dæmdir úr leik sem handahófskennt samsafn fjarskyldra dýra. Eftir inngangskaflana þrjá tekur við meginefni ritsins, þar sem líkamsgerð og sérkenni dýrafylkinga eru krufin til mer- gjar. Aukinheldur er fjallað um ófrum- bjarga frumdýr í 4. kafla, þótt flest bendi til að frumdýr séu tilviljanakennt sam- ansafn fjarskyldra fylkinga af einfrum- ungum, sem auk þess eru ekki eiginleg dýr. Eigi að síður er hefð fyrir því í ámóta erlendum yfirlitsritum að frumdýrin fljóti með eins og í Dýraríkinu. Hin eig- inlegu vefdýr deilast í 35 dýrafylkingar, en misjafnt er hversu ítarlega er fjallað um hverja þeirra. Tegundaríkust þessara fylkinga eru liðdýrin, með vel á aðra milljón þekktra tegunda, sem er um 85% af öllum þekktum dýrategundum jarðar. Liðdýrin skiptast í fimm undirfylkingar og í Dýraríkinu er fjallað um helstu flokka þeirra og ættbálka á 52 blaðsíðum. Önnur tegundaríkust er lindýrafylkingin, með allt að 120 þúsund þekktar núlifandi tegundir sem deilast í fimm meginflokka. Um hana er fjallað á 42 blaðsíðum. Hryggdýrin eru þriðja tegundaríkasta fylkingin, með um 70 þúsund þekktar núlifandi tegundir og er um þau fjallað á 541 blaðsíðu, sem spannar um 65% af ritinu, þ.e. í síðasta kafla fyrra bindis og öllu síðara bindinu. Hrygglausu fylk- ingunum 35, að þeim fáu seildýrum sem ekki hafa hrygg og frumdýrum með- töldum, eru hins vegar gerð skil í 23% af meginmáli ritsins. Ámóta slagsíða á umfjöllun um dýrafylkingar er reyndar alsiða í sambærilegum erlendum ritum, enda eiga hryggdýrin afar sterka hlut- deild í reynsluheimi fólks og eru undir- staða mikilvægra gæða sem maðurinn nýtur af vistkerfi jarðar. Þó ber að fagna því að engum dýrafylkingum er sleppt, sama hversu tegundarýrar og lítilfjör- legar þær eru. Til að mynda er fjallað um fylkingu flögudýra á hálfri blaðsíðu, þótt hún skarti aðeins þremur sjaldgæfum tegundum sem varla sjást með berum augum. Hálf blaðsíða telst því mjög rausnarlegt miðað við að stærsta fylk- ingin, liðdýrin, er krufin á 52 blaðsíðum. En auðvitað þarf að velja og hafna þegar efni er valið í yfirlitsrit eins og Dýraríkið, enda þyrfti tugi af vænum bindum ef Á þessum síðum er m.a. sagt frá rostungi og brunnklukku – tveimur fulltrúum íslenskra dýra, sem eru frændsystkyn að langfeðgatali, síðan þróunarleiðir skildu milli síðmunna og frummunna á kambríum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.