Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 42
Náttúrufræðingurinn 42 Skriðan féll fyrir hádegi þann 6. október í vestanverðum Eyjafjarðardal, niður að bæjunum Gilsá 1 og 2 og var býsna stór. Upptök skriðunnar voru í grófum setbunka á dálitlum hjalla í Hleiðar- garðsfjalli í um 850 m hæð. Þaðan rann skriðan tæplega tveggja kílómetra leið niður fjallshlíðina og stöðvaðist um 100 m ofan bæjarhúsanna. Skriðan var breiðust, um 150–200 m, skammt ofan við húsin og að jafnaði um 1 m þykk á láglendi. Síðar féllu minni skriður úr skriðuöri upprunalegu skriðunnar, grófu sér sífellt lengri og greiðari far- veg í gegnum stóru skriðuna og fylgdu að lokum farvegi bæjarlækjarins niður á milli bæjarhúsanna á Gilsá 1 og 2. Skriðurnar breiddu úr sér á túnum neðan við bæina, fóru yfir þjóðveginn og stöðvuðust að endingu í skurðum niður undir Eyjafjarðará (1. og 2. mynd). Mikill hávaði og drunur fylgdu skriðufallinu. Ábúendur á næstu bæjum töldu drunurnar í fyrstu vera frá þotu eða flugvél, áður en þeir komu auga á skriðuna. Sérstaklega athyglisverð er lýsing Birgis Arasonar bónda í Gull- brekku, sem er næsti bær sunnan Gilsár. Hann heyrði mikinn hvell þegar hann var við vinnu úti á hlaði. Honum varð litið í kringum sig en gat ekki áttað sig á því hvernig stóð á hvellinum. Um 15 mínútum síðar var Birgir við vinnu inni í fjósi og heyrir þá drunur. Þegar út var komið leið smá-stund áður en hann átt- aði sig á hvers kyns var og sá skriðuna, sem þá var komin áleiðis af stað niður hlíðina. Birgir telur að skriðufallið hafi staðið yfir í allt að 5 mínútur. Einnig lýsti Birgir miklum drullu- og vatnsskvettum marga metra í loft upp þegar skriðan kom niður úr ógrónum efri hluta fjalls- hlíðarinnar og á svæði sem var að mestu þakið jarðvegi og gróðri. Líklega hefur jarðvegurinn verið vel blautur og gusu- gangurinn myndast þegar skriðuurðin kom ofan úr brattri hlíðinni og skall á jarðveginum, tætti hann upp og tók með sér niður hlíðina. Jarðfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa farið nokkrar könnunar- og rann- sóknarferðir að Gilsá síðan skriðufallið varð. Samdægurs og fyrstu dagana eftir skriðufallið var í gangi stöðugt mat á aðstæðum og söfnun upplýsinga vegna hættu á frekari skriðuföllum. Bæirnir voru strax rýmdir og rýmingu ekki aflétt fyrr en að rúmri viku liðinni. Síðdegis daginn sem skriðan féll, 6. október, og mestallan næsta dag, 7. október, heyrðust iðulega drunur í fjall- inu og komu þá einnig skriðupúlsar eða mjög vatnsrík eðjuflóð niður eftir tveimur áberandi farvegum í hlíðinni, sem stóra skriðan hafði fallið yfir og 2. mynd. Neðsti hluti Gilsárskriðunnar séður með flygildi. Skriðan klofnaði um gamla bæjarhólinn á Gilsá og stöðvaðist þar í rústum gamla bæjarins, um 100 m ofan núverandi íbúðarhúss á Gilsá 2. Seinna féllu minni skriður úr skriðuöri upprunalegu skriðunnar, og fylgdu þær farvegi bæjarlækjarins á milli Gilsárbæjanna og niður á tún. Ljósm.: Náttúrufræðistofnun Íslands, 13. október 2020.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.