Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 85

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 85
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 85 Þegar gönguleiðir síldarinnar breyttust og rannsóknar- svæðið stækkaði langt út fyrir venjuleg síldarmið upphófst mikil barátta fyrir smíði síldarleitarskips. Þar leiddi Jakob sam- ræðu við stjórnmálamenn og hagsmunaaðila. Hann var skip- aður formaður nefndar sem hafði það hlutverk að taka ákvarð- anir um kaup á skipi og semja frumvarp um gjaldtöku til að greiða fyrir smíðina. Í maí 1966 var samið við Brooke Marine- skipasmíðastöðina í Lowestoft á Englandi og úr varð að Jakob tók að sér að sjá um eftirlit með smíðinni.5 Skipið var nefnt Árni Friðriksson, RE 100, og var því hleypt af stokkunum í mars 1967 og sigldi það fullbúið í Reykjavíkurhöfn hinn 11. september sama ár. Árni var vandað og sterkbyggt skip sem þjónaði vel í yfir 30 ár, ekki aðeins síldarrannsóknum, heldur einnig hinum margvíslegu haf- og líffræðirannsóknum Hafrannsóknastofn- unar. Jakob var síðar einnig í byggingarnefnd vegna nýs Árna Friðrikssonar, RE 200, sem kom til landsins í maí 2000. Allan starfsferil sinn tók Jakob mikinn þátt í starfsemi Alþjóðahafrannsóknaráðsins og hafði mikil áhrif á þróun samtakanna. Hann sat fyrir Íslands hönd í fiskveiðiráðgjaf- arnefnd ráðsins 1975–1984 og var 1978–1980 formaður í upp- sjávarfiskanefndinni. Á árunum 1983–2000 var Jakob fulltrúi Íslands í stjórn ráðsins (Council) og gegndi embætti vara- forseta 1984–1985, fyrsta varaforseta 1985–1988 og forseta 1988–1991. Jakob er eini Íslendingurinn sem hlotnast hefur sá heiður að gegna embætti forseta þessara elstu vísindasamtaka í heiminum á sviði haf- og fiskirannsókna, sem stofnuð voru formlega árið 1902. Í forsetatíð sinni hjá ráðinu beitti Jakob sér ásamt Emory Anderson, framkvæmdastjóra ráðsins, og John Pope, for- manni ráðgjafarnefndar, fyrir því að styrkja vísindalega hlið starfseminnar. Mörgum þótti hún hafa farið halloka fyrir stöðugt vaxandi umfangi tengdu veiðiráðgjöf. Á meðal nýmæla má nefna að á ársfundum ráðsins var lögð aukin áhersla á þverfaglega þemafundi og ákveðið að hafa sér- staka lokaathöfn þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu erindi og veggspjöld. Þá má nefna að í viðleitni til aukinnar vist- kerfisnálgunar í tengslum við fiskveiðistjórnun voru margar vinnunefndir sameinaðar og þeim breytt úr tegundabundnum nefndum í svæðisbundnar.6 Jakob tók þátt í mörgum ráðstefnum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, kom þar að undirbúningi og framkvæmd, flutti framsöguerindi og ritstýrði ráðstefnuritum. Þar á meðal var ráðstefna um áhrif veðurfarsbreytinga á líffræði og framvindu þorskstofna í Norður-Atlantshafi sem haldin var á Íslandi árið 1993. Þátttakendur báru mikið lof á skipulag og framkvæmd og ráðstefnan var Hafrannsóknastofnun til vegsauka á vett- vangi Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Erindin voru gefin út í ráðstefnuritröð ráðsins (e. ICES Marine Science Symposia) og var Jakob formaður ritnefndar.7 Það kom einnig í hlut Jak- obs að flytja lokaávarp ráðstefnunnar. Þá sagði hann meðal annars: „Við veiðar á villtum dýrastofnum, hvort sem um er að ræða sjávarspendýr, þorskfiska eða hryggleysingja, verður að taka tillit til þess að maðurinn getur aðeins stjórnað sókn- inni. Hann stjórnar ekki breytingum í umhverfinu. Þess vegna verður sóknin ávallt að vera innan þeirra marka sem náttúran setur og við eigum ekki að fjalla um þorskinn og umhverfið hvort í sínu lagi. Í stað þess þarf að rannsaka hin stóru sjáv- arvistkerfi sem við höfum verið að nytja í öllum sínum marg- breytileika. Að mínu mati eru meginskilaboðin frá þessari ráðstefnu tilmæli um að dregið verði úr sókn í þorskinn.“7 Vorið 1984 samþykkti Alþingi ný lög um Hafrann- sóknastofnun og skömmu síðar það sama ár var Jakob skip- aður forstjóri stofnunarinnar. Hann hafði þá verið aðstoðar- forstjóri frá 1976. Tók hann við af Jóni Jónssyni sem gegnt hafði starfi forstjóra í rúm þrjátíu ár. Í nýju lögunum voru markmið stofnunarinnar skilgreind á annan hátt en áður. Til að ná þeim fram voru að tilhlutan Jakobs gerðar verulegar skipulagsbreytingar á stofnuninni. Meginbreytingin var sú að rannsóknir skyldu fara fram á tveimur vísindasviðum (á sjó- og vistfræðisviði og á nytjastofnasviði) í stað fimm deilda. Þá var og ákveðið að á sviðunum yrðu rannsóknir skipulagðar á tímabundnum verkefnagrunni undir stjórn verkefnisstjóra. Markmiðið með þessum breytingum var meðal annars að auka þverfagleg skoðanaskipti og samvinnu hinna ýmsu fag- hópa innan stofnunarinnar. Um það leyti sem Jakob tók við forstjórastarfinu lá stofn- unin undir mikilli gagnrýni vegna deilna í tengslum við fisk- veiðiráðgjöf hennar á árunum á undan. Í lok áttunda ára- tugarins vanmat Hafrannsóknastofnun þorskstofninn og í byrjun hins níunda var stofninn á hinn bóginn ofmetinn. Þetta dró úr tiltrú á rannsóknunum og í framhaldinu var gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta fiskveiðiráðgjöfina, meðal annars með nýju verklagi og nýjum verkefnum. Má þar nefna stofnmælingar botnfiska (togararall) að vori (1985) og hausti (1996) sem skipulagðar voru í víðtæku samstarfi við sjó- menn; átak í hvalarannsóknum (1986) sem ætlað var að afla vitneskju um ástand hvalastofna, veiðiþol og stöðu í vistkerf- inu; átak í fjölstofnarannsóknum (1992) sem hafði þann til- gang að stuðla að nýtingu auðlinda hafsins á vistfræðilegum grunni; rannsóknir á þorskklaki og hrygningu (1992); og átak í vistfræðirannsóknum (1994). Loks hófust rannsóknir tengdar eldi sjávarfiska í nýrri tilraunaeldisstöð sem tekin var í notkun á Stað við Grindavík (1988). Mörg af þessum verk- efnum eru enn í dag meðal hinna mikilvægustu sem unnin eru á Hafrannsóknastofnun. Sem aðstoðarforstjóri og forstjóri Hafrannsóknastofn- unar var Jakob um árabil í eldlínu baráttunnar fyrir hóflegri nýtingu fiskimiða við Ísland. Hann kom árið 1975 að ritun skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um þróun sjávarútvegs8 og að hinni svonefndu Svörtu skýrslu,9 sem í raun var svar Hafrannsóknastofnunar við bréfi þar sem sjávarútvegsráðu- neytið fór fram á það að stofnunin gerði tillögur að hámarks- afla fyrir árið 1976.10 Í báðum þessum skýrslum kom fram að stofnar margra botnlægra tegunda voru ofveiddir og megin- niðurstaða skýrslnanna var sú að nauðsynlegt væri að draga úr sókn. Um það sýndist sitt hverjum enda mikið í húfi fyrir fyrirtæki og sjávarbyggðir allt í kringum landið. Í mörg ár var veitt umfram það sem Hafrannsóknastofnun ráðlagði en smám saman höfðu vísindaleg rök betur. Undir lok starfstíma Jakobs sem forstjóra samþykktu stjórnvöld að taka upp svo- kallaða aflareglu, en með henni hefur tekist að takmarka veiðina í samræmi við tillögur stofnunarinnar. Hafrannsóknastofnun efldist mjög undir stjórn Jakobs og varð ein virtasta stofnun við Norður-Atlantshaf á sviði haf- og fiskirannsókna. Jakob var forstjóri á umbrotatímum og þurfti oft að verja tillögur stofnunarinnar gagnvart ráða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.