Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
83
Jakob Jakobsson fæddist á Strönd í Neskaupstað 28. júní
1931 og lést í Reykjavík 22. október 2020. Foreldrar hans voru
Jakob Jakobsson (1887–1967), skipstjóri og útgerðarmaður á
Norðfirði, og Sólveig Ásmundsdóttir (1893–1959), húsfreyja.
Eldri systkin Jakobs voru Þórunn fiskvinnsluverkstjóri (1913–
1995), Ásmundur skipstjóri (1914–1974) og Auðbjörg hús-
freyja (1917–1981).
Jakob ólst upp á Strönd og kynntist sjómennsku strax á
uppvaxtarárum. Sex ára var honum falið að mæla á vorin hit-
ann í sjónum undan Strönd og segja má að það hafi verið hans
fyrstu vísindastörf. „Á háflóði trítlaði ég niður á bryggju með
fötu og hitamæli, fyllti fötuna af sjó, mældi hitann og færði
hitastigið inn í stílabók.“1 Hann byrjaði síðan að vinna við
beitningar og um fermingu var hann farinn að róa á undan-
þágu með föður sínum. „Ég var dubbaður í að vera vélstjóri
og var hjá honum öll sumur fram yfir tvítugt.“1 Faðir Jak-
obs mældi jafnan sjávarhita á veiðislóð, áttaði sig þannig
á breytilegum skilyrðum í sjónum, og nýtti sér þá þekkingu
við veiðarnar. Þessi vísindalega nálgun Jakobs eldri, sem og
tækninýjungar Norðmanna við síldarrannsóknir, höfðu áhrif
á þá ákvörðun Jakobs yngri að fara í fiskifræðinám.
Þegar Jakob var í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík fór
hann á fund Árna Friðrikssonar forstöðumanns fiskideildar
Atvinnudeildar Háskólans, sem var undanfari Hafrann-
sóknastofnunar, og tjáði honum að hann hygðist nema fiski-
fræði.1 Árni tók honum vel og lagði til að Jakob færi til Bret-
lands, en Árni vildi fá til starfa fólk sem hefði menntun og
reynslu frá sem flestum löndum. Þegar kom að því að sækja
um skólavist gegndi Jón Jónsson starfi forstjóra Atvinnu-
deildarinnar. Hann ráðlagði Jakobi að skrifa vini sínum
Basil Parrish við hafrannsóknastofnunina í Aberdeen og
leita ráða um það hvar best væri að nema fiskifræði. Parrish
svaraði og sagði að skólarnir í Oxford og Glasgow bæru af í
þessum fræðum og sendi jafnframt bréf Jakobs til Charles
M. Yonges, forseta dýrafræðideildarinnar í Glasgow, sem í
framhaldinu bauð Jakobi skólavist. Jakob lauk stúdentsprófi
vorið 1952 og um haustið hélt hann síðan utan til náms við
háskólann í Glasgow.
Jakob undi hag sínum vel í Glasgow. Fólkið var elskulegt
og hjálplegt og við marga samnemendur sína myndaði hann
ævilanga vináttu.1 Enskan vafðist svolítið fyrir honum í upp-
hafi náms en fljótlega náði hann tökum á henni og framvinda
námsins var eins og ráð var fyrir gert. Íþróttir voru í hávegum
hafðar í skólanum og tók Jakob þátt í starfi róðrarfélagsins.
Á þriðja ári var hann valinn í fyrstu sveit félagsins og með
henni keppti hann víðs vegar um Skotland og England. Jakob
lauk B.Sc.Hons.-prófi í fiskifræði og stærðfræði vorið 1956. Á
lokaári hafði hann sérstaklega bætt við sig stærðfræðinni og
sagði síðar að sú grein hefði komið að langmestum notum í
rannsóknum sínum.
JAKOB JAKOBSSON fiskifræðingur
— Minning —
Jakob Jakobsson. Ljósm. Jóhannes Long / Inga Huld Guðmundsdóttir, 1987.
Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 83–87, 2021