Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 83

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 83 Jakob Jakobsson fæddist á Strönd í Neskaupstað 28. júní 1931 og lést í Reykjavík 22. október 2020. Foreldrar hans voru Jakob Jakobsson (1887–1967), skipstjóri og útgerðarmaður á Norðfirði, og Sólveig Ásmundsdóttir (1893–1959), húsfreyja. Eldri systkin Jakobs voru Þórunn fiskvinnsluverkstjóri (1913– 1995), Ásmundur skipstjóri (1914–1974) og Auðbjörg hús- freyja (1917–1981). Jakob ólst upp á Strönd og kynntist sjómennsku strax á uppvaxtarárum. Sex ára var honum falið að mæla á vorin hit- ann í sjónum undan Strönd og segja má að það hafi verið hans fyrstu vísindastörf. „Á háflóði trítlaði ég niður á bryggju með fötu og hitamæli, fyllti fötuna af sjó, mældi hitann og færði hitastigið inn í stílabók.“1 Hann byrjaði síðan að vinna við beitningar og um fermingu var hann farinn að róa á undan- þágu með föður sínum. „Ég var dubbaður í að vera vélstjóri og var hjá honum öll sumur fram yfir tvítugt.“1 Faðir Jak- obs mældi jafnan sjávarhita á veiðislóð, áttaði sig þannig á breytilegum skilyrðum í sjónum, og nýtti sér þá þekkingu við veiðarnar. Þessi vísindalega nálgun Jakobs eldri, sem og tækninýjungar Norðmanna við síldarrannsóknir, höfðu áhrif á þá ákvörðun Jakobs yngri að fara í fiskifræðinám. Þegar Jakob var í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík fór hann á fund Árna Friðrikssonar forstöðumanns fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans, sem var undanfari Hafrann- sóknastofnunar, og tjáði honum að hann hygðist nema fiski- fræði.1 Árni tók honum vel og lagði til að Jakob færi til Bret- lands, en Árni vildi fá til starfa fólk sem hefði menntun og reynslu frá sem flestum löndum. Þegar kom að því að sækja um skólavist gegndi Jón Jónsson starfi forstjóra Atvinnu- deildarinnar. Hann ráðlagði Jakobi að skrifa vini sínum Basil Parrish við hafrannsóknastofnunina í Aberdeen og leita ráða um það hvar best væri að nema fiskifræði. Parrish svaraði og sagði að skólarnir í Oxford og Glasgow bæru af í þessum fræðum og sendi jafnframt bréf Jakobs til Charles M. Yonges, forseta dýrafræðideildarinnar í Glasgow, sem í framhaldinu bauð Jakobi skólavist. Jakob lauk stúdentsprófi vorið 1952 og um haustið hélt hann síðan utan til náms við háskólann í Glasgow. Jakob undi hag sínum vel í Glasgow. Fólkið var elskulegt og hjálplegt og við marga samnemendur sína myndaði hann ævilanga vináttu.1 Enskan vafðist svolítið fyrir honum í upp- hafi náms en fljótlega náði hann tökum á henni og framvinda námsins var eins og ráð var fyrir gert. Íþróttir voru í hávegum hafðar í skólanum og tók Jakob þátt í starfi róðrarfélagsins. Á þriðja ári var hann valinn í fyrstu sveit félagsins og með henni keppti hann víðs vegar um Skotland og England. Jakob lauk B.Sc.Hons.-prófi í fiskifræði og stærðfræði vorið 1956. Á lokaári hafði hann sérstaklega bætt við sig stærðfræðinni og sagði síðar að sú grein hefði komið að langmestum notum í rannsóknum sínum. JAKOB JAKOBSSON fiskifræðingur — Minning — Jakob Jakobsson. Ljósm. Jóhannes Long / Inga Huld Guðmundsdóttir, 1987. Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 83–87, 2021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.