Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn 36 Ritrýnd grein / Peer reviewed aði smám saman sem fetuðu í fótspor Howells, og gengu Öræfingar til dæmis hópum saman á hnjúkinn á árunum 1937 og 1940. Þegar hefur verið sagt frá Daniel Bruun (1856–1931) höfuðsmanni sem ferðaðist mikið hérlendis og skrifaði um Ísland.39 Hann gerði atrennu að ferð á hestum upp Brúarjökul 1901 og kannaði einnig leiðir upp á Skálafells- og Heina- bergsjökul ári síðar. Árið 1904 gengu tveir Skotar, Muir og Wigner, á skíðum með sleða í eftirdragi 128 km leið yfir Vatnajökul, frá austan- verðum Brúarjökli að Esjufjöllum og þaðan áfram á jökli suðvestur að Græna- lóni. Voru þeir samtals í 13 daga á jökli.40 Þýski náttúrufræðingurinn Max Trautz (1880–1960) gekk fyrstur manna svo vitað sé ásamt Tómasi Snorrasyni skólastjóra á Kverkfjöll eystri sumarið 1910 og gerði í framhaldinu endurbættan uppdrátt af Kverkfjallasvæðinu.41 Í júnímánuði 1912 fóru fjórir menn undir forystu Johans Peters Kochs ofursta og landmælingamanns með fimm hesta til reiðar og níu burðarklára frá upptökum Kreppu í Brúarjökli suður í Esjufjöll. Ferðin til baka tók aðeins 18 tíma á jökli í fremur hagstæðu veðri. Með í för voru Alfred Wegener jarðeðl- isfræðingur, Andreas Lundager grasa- fræðingur og Vigfús Sigurðsson, síðar nefndur Grænlandsfari. Var ferð þessi eins konar foræfing ferðar yfir Græn- landsjökul ári síðar.42 Áður hefur verið getið ferðar sænsku stúdentanna Eriks Ygbergs og Håkons Wadells. Þeir gengu síðsumars árið 1919 í þoku fram á Grímsvötn, fyrstir manna á síðari tímum svo vitað sé. Eftir þeim eru Svíahnjúkar á Grímsfjalli nefndir.43 Tíðindum sætti frumkvæði danska sendiherrans de Fontenay 1925 þegar hann ferðaðist um Tröllahraun og kannaði nær óþekkt svæði við Vatna- jökul vestanverðan. Hann gekk ásamt Gunnlaugi Briem laganema á jökulinn umhverfis Kerlingar og til baka niður Sylgjujökul.44 Árið 1931 kom hingað þýskur jarð- fræðingur, Emmy Mercedes Todt- mann (1888–1973), sem lagði stund á rannsóknir á jökla- og ísaldarminjum (18. mynd). Hún átti eftir að koma tíu sinnum í viðbót hingað til lands, síðast 1972. Hér rannsakaði Todtmann einkum jaðarsvæði skriðjökla við sunnan- og norðanverðan Vatnajökul og skrifaði um niðurstöður sínar fjölda greina.45 Vöktu óbyggðaferðir hennar hérlendis mikla athygli, ekki síst þar sem hún var kona, einhleyp og ferðaðist stundum alein um hálendi Íslands.46 Í júní 1932 fóru tveir Þjóðverjar, Helmut Verleger og Max Keil, inn eftir Hoffellsdal og upp Vesturdal á Goða- borgarhrygg. Frá Goðahnjúkum héldu þeir á jökli vestur undir Kverkfjöll og til baka. Mánuði seinna fóru þeir sömu leið til að ganga á Snæfell frá Háöldu. Til baka fóru þeir austan Nýju-Núpa niður Hoffellsjökul.47 Árið 1932 fór breskur rannsóknaleið- angur frá Cambridgeháskóla úr Staðar- dal í Suðursveit norður yfir Vatnajökul að austanverðum Kverkfjöllum og gerði þar gagnmerkar athuganir. Þorbergur Þorleifsson í Hólum í Hornafirði var túlkur þeirra og fylgdarmaður í byggð og Skarphéðinn Gíslason bóndi á Vagnstöðum leiddi 28 hesta lest þeirra inn Staðardal og upp á jökul. Nefndu Bretarnir lón við jaðar Brúarjökuls Þorbergsvatn og skriðjökul í aust- urhlíð Kverkfjalla Skarphéðinsjökul eftir aðstoðarmönnum sínum sunnan jökuls.48 Síðar bætti undirritaður við Skarphéðinstindi (1929 m) sem heiti á hæsta tindi Kverkfjalla skammt inn af Skarphéðinsjökli. Í lok mars 1934 hófst gos í Vatnajökli og reyndist vera í Grímsvötnum. Náðu leiðangrar jarðfræðinga og fleiri að gos- stöðvunum, fyrst Jóhannes Áskelsson með Guðmundi Einarssyni frá Miðdal og bróður hans Sveini, ásamt Lydiu Páls- dóttur Zeitner frá München, síðar eig- inkonu Guðmundar. Litlu síðar komst að Grímsvötnum danski landfræðingur- inn Niels Nielsen, sem skrifaði í kjöl- farið gagnmerkt rit (19. mynd).49 Eldgosið í Grímsvötnum og Skeið- arárhlaupið kveiktu áhuga margra á Vatnajökli, ekki síst þýskra fjallgöngu- manna sem ítrekað lögðu á jökulinn. Þannig náðu Karl Schmid, Ernst Her- mann og Wilhelm Schneiderhan á Grímsfjall 23. ágúst 1934.50 Sumarið eftir, 1935, héldu þrír Þjóðverjar, Andrea de Pollitzer-Pollenghi, Rudolf Leutelt og áðurnefndur Karl Schmid upp Síðu- jökul og norður á Bárðarbungu með við- komu í Grímsvötnum í bakaleið.51 Var þetta fyrsti hópurinn sem náði alla leið upp á Bárðarbungu svo vitað sé.52 18. mynd. Emmy Mercedes Todtmann (1888– 1973). Þýskur jarð- og jöklafræðingur. – Ger- man geologist and glaciologist. Ljósm./Photo from Flosi Björnsson. 19. mynd. Vatnajökulsbók Nielsar Nielsens frá 1938. Kápumyndina tók Keld Milthers í jökulgöngum eftir Skeiðarárhlaup 1934. – Niels Nielsens' book on Vatnajökull 1938. The picture, by Keld Milthers, shows glacial tunnel after flood in Skeiðará 1934.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.